Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 15
ÞÆTTJR UM MANNELDI
13
hafa ráðlagt. Rétt er þó að umgangast
þessi efni með gát. Rannsókn á eðli
fjölómettaðra fitusýra eru á byrj-
unarstigi.
Um blóðfitu.
Á síðustu 20-30 árum hafa verið
gerðar yfirgripsmiklar hóprannsóknir
víða um heim, m.a. til að kanna áhrif
blóðfitu á tíðni kransæðadauða.
Greinileg samfylgni er á milli meðal-
fituneyslu, meðalgildis blóðfitu og
tíðni kransæðasjúkdóma milli hópa.
Niðurstöður seinni tíma rannsókna
hafa leitt í ljós að blóðfita einstakl-
inga innan hópsins fylgir ekki fitu-
neyslu þeirra. (Framingham rann-
sókna í USA.) Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin í Genf befur komist
að þíkum niðurstöðum. Blóðfita
(kolesterol) íslendinga er hærri en
margra nágrannaþjóða þó er kole-
sterolneysla okkar lægri en flestra
þeirra (G. Siguaðsson.)
Af dánarmeinaskráningu er og ljóst
að tíðni kransæðadauða meðal þjóða,
er hafa hátt meðalgildi blóðfitu getur
verið til muna lægri en þeirra þjóða er
hafa lægri meðalgildi blóðfitu. Þess
skal og getið að mikill mismunur er á
tíðni almennra æðakölkunar og tíðni
kransæðasjúkdóma. Deilur hafa risið
milli lækna um þýðingu blóðfitu í
sjúkdómsmynd kransæðasjúkdóms
þótt flestir séu sammála um meðferð
sjúkdómsins. Hugsanlegt er að
nýlegar rannsóknarniðurstöður sem
eru samhljóða eldri næsta gleymdum
kenningum frá 1950 geti skýrt þetta
vandamál. Svo virðist sem hluti
blóðfitu sjúklinga, sk. „H.D.L.
þáttur” verndi fólk gegn kransæða-
sjúkdóm, en annar hluti sk. „L.D.L.
þáttur stuðli að kransæðasjúkdóm.
Blóðfitugreining sem hér er íýst, er
hafin hér á landi m.a. fyrir tilstilli
Hjartaverndar. Nauðsynlegt erað efla
þessa starfsemi til muna. Ef ofan-
nefnd kenning reynist sönn mun
mikilli orrahríð linna.
Um mjólk.
Enginn vafi er á að mjólk er
heppileg fæða fyrir börn á vaxtar-
skeiði. Ekki vegna fitunnar, heldur
vegna kalkinnihalds enda aðalkalk-
gjafi okkar. Mjólkin inniheldur D-
vítamín, kalk og fosfór í heppilegu
hlutfalli. Líkaminn nýtir mjólkurkalk
mjög vel úr þessari blöndu. í hörðum
áróðri gegn landbúnaðarvörum sem
rekinn hefur verið hér, hefur mjólkin
flotið með óafvitandi eða vitandi.
Mér er kunnugt um að 1 sumum
skólum hefur mjólkin beinlínis verið
tekin af börnum. Bráðabirgðaniður-
stöður úr neyslukönnun Manneldis-
ráðs bendir til þess að brýnna sé að
,,svipta” böm og unglinga öðrum
fœðutegundum er mjólk. Það er
áhyggjuefni að sala gosdrykkja á
undanfömum árum hefur aukist í
öfugu hlutfalli við minnkun á
mjólkurneyslu. Samtök barnalækna í
Bandaríkjunum hafa ítrekað varað við
mjólkurtakmörkunum (J.A.M.A.) og
mælt með að börn drekki 1/2 - 3/4
lítra af mjólk á dag. Eldri fullyrðingar