Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 103
LEYNDARMÁL LEE HAR VEYOS WALDS
101
Nósenkó gæfíst upp og jafnvel fyllti í
eyðuna um Oswald áður en Warren-
nefndin gæfí út lokaniðurstöðu sína.
Richard Helms sneri sér til Nicholas
Katzenbach, aðstoðardómsmálaráð-
herra, til þess að ræða um varðhald
Nosenkós. Þessar kringumstæður áttu
sér ekki fordæmi, hvorki hjá CIA eða
dómsmálaráðuneytinu.
Hefði meiri tími verið til stefnu og
kringumstæður aðrar hefði mátt rekja
garnirnar úr Nósenkó í öðru and-
rúmslofti. Enjohnson forseti þrýsti á
Warrennefndina að komast að niður-
stöðu innan 120 daga. Robert F.
Kennedy, dómsmálaráðherra, sam-
þykkti sjálfur að Nósenkó yrði þegar
leiddur undir „harkalega yfír-
heyrslu,,’ en það var mjög óvenjuleg
aðferð. Tilgangurinn var sá að sanna
þar með eða afsanna sögu hans.
Nósenkó var í haldi í einu herbergi
í kyrrsetningarmiðstöð CIA, þar sem
hann hafði aðeins rúm, stól, og hand-
laug. Hann fékk aðeins hermanna-
galla að klæðast og var meðhöndlaður
líkar handteknum njósnara en frívilj-
ugum flóttamanni. Hann neyddist til
að sætta sig við linnulausar yfírheyrsl-
ur, og þegar svör hans vom lýgileg
eða villandi, var honum miskunnar-
laust núið því um nasir og hann kall-
aður lygari.
Einu sinni töldu yfirheyrsluaðil-
arnir, að hann myndi bresta. Hann
hafði ekki getað skýrt frá neinum
smáatriðum í máli sem hann hafði
sagst hafa haft umsjón með fyrir
KGB. CIA-menn bám það að lokum
upp á hann, að hann hefði raunar alls
ekki fjallað um þetta mál.
Hann hallaði sér hljóður aftur á
bak meðan honum var bent á þver-
sagnirnar. Hvers vegna viðurkenndi
hann ekki bara, að hann hefði ekki
komið nærri þessu máli?
Eftir langa umhugsun svaraði
Nósenkó, að ef hann viðurkenndi
það, væri það sama og að viðurkenna
að hann væri ekki einu sinni sá, sem
hann sagðist vera.
Yfírheyrsluaðilinn hikaði við, til að
vita hvort Nósenkó gæfí slíka yfirlýs-
ingu.
Eftir spennandi þögn rétti Nósen-
kó skyndilega úr sér. Hann hélt fast
við það, að þrátt fyrir þversagnirnar
hefði hann séð um þetta mál. Hann
viðurkenndi, að það liti „ótrúlega
út,” jafnvel fyrir honum, en á því
hafði hann enga skýringu.
EN EITT GERÐIST merkilegt á
þessum sama tíma. Það var óskylt
máli Oswalds, en snerti öryggi banda-
rsiku njósnaþjónustunnar. Eftir til-
sögn Nósenkós átti FBI ekki í neinum
vandræðum með að fínna Andrey.
Hann reyndist aðeins fyrrverandi liðs-
foringi, sem unnið hafði við viðhald á
véiadeild bandaríska sendiráðsins í
Moskvu 1953-4. Hann hafði ekki
einu sinni möguleika á aðgangi að
leynilegum upplýsingum.
Hann viðurkenndi fúslega að hafa
hitt sovétmenn meðan hann dvaldi á
meðal þeirra, en hann hefði engar
mikilsverðar upplýsingar getað gefíð