Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
uppgötvuðu leyndardóm staðvind-
anna frá og til Indlands.
Arabarnir sigldu frá Arsinoe, sem
nú heitir Súes, og Aela, sem nú heitir
Elat, með suðvestanáttinni, sem rtkir
frá apríl til október, út yfir Rauða-
hafið. Úthafsferðin, sem tók 40 daga,
hófst í Aden, lá yfir Indlandshaf til
indversku hafnanna Muziris og
Calicut. Þar lestuðu þeir kryddið og
biðu norðvestan staðvindarins, sem
átti að fleyta þeim heim á leið á ný.
Um árið 40 uppgötvuðu grikkir
líka staðvindana, og einokun
arabakaupmannanna var aflétt. Þegar
rómverjar komust undir áhrif grískrar
menningar, fengu meira að segja
gautarnir í norðurjaðri rómaveldis
smekk fyrir kryddinu. Þeir fengu
konung vestgauta, Alarik, sem sat
um Rómaborg árið 408, til þess að
krefjastl500 kílóa af pipar í sérskatt af
rómverjum. (Pipar var á þeim tlma
virði jafnþyngdar sinnar í silfri.) Svo
auðfengin auðævi lokkuðu Alarik til
Rómar aftur og aftur. Við þriðju
aðförina í íg.-ist 410 féll borgin, og
miðstöð rónn -rskrar menningar var
flutt til Konstantínópel, sem við það
varð miðstöð kryddverslunarinnar frá
Indlandi.
Margir þeirra, sem flúðu undan
vestgautum Alariks, settust að 1
Genúu og Feneyjum, og um árið
1000 höfðu þessi blómstrandi
verslunaríyðveldi komið sér vel fyrir
sem milliliðir milli araba og Evrópu.
Þegar Konstanrínópel féll tyrkjum
í hendur 1453 lokaði ríki ósmanna
verslunarleiðunum, sem Genúamenn
og Feneyingar höfðu notað. Þar með
neyddust evrópsku kaupmennirnir til
þess að leita annarra leiða til ind-
verska piparlandsins. Á þann hátt
varð krafan um pipar til þess að
hrinda á flot miklum könnunar-
leiðöngrum.
Portúgalar höfðu gert þvl skóna, að
ef þeir gætu náð sjóleiðina til Ind-
lands, myndi kryddgnótt Malabar-
strandarinnar falla þeim I hendur. I
þeirri von að ná undir sig verðmætum
piparviðskiptanna voguðu por-
túgalskir sæfarendur sér suður með
Afríkuströnd, komust fyrir Góðra-
vonarhöfða 1486 og sönnuðu þar
með, að hægt er að komast sjóleiðina
til Indlandshafs. Um leið vaknaði
ímyndunaraflið hjá evrópskum
furstum: Hægt var að sækja auð
Malabarstrandarinnar og flytja hann á
markað í Evrópu án þess að þurfa að
faraí gegnum gríska milliliði.
Þaðan í frá er listinn yfír hina
miklu piparsóknara líkastur blárri
bók sæfaranna. Kólumbus sigldi í
vestur og uppgötvaði nýja heiminn
1492 fyrir Isabellu af Spáni, John
Cabot hinn enski gekk á land í
Norðurameríku 1497 og 1498, Pedro
Alvarez Cabral fann Brasilíu og
helgaði hana Portúgal árið 1500, og
22 árum seinna lauk eina skipið, sem
komst heilt í höfn af leiðangri
Magellans, fyrstu siglingunni um-
hverfis heiminn.
Heiðurinn af því að hafa um síðir
fundið hina efdrsóttu sjóleið til