Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 61
59
VARSJÁ RÍS ÚR ÖSKUNNl
Hljómlistarmenn ganga leikandi
milli borðanna, og málarar bjóða
myndir sinar. Umhverfis. torgið eru
kaffihús og matsölustaðir, skartgripa-
búðir, lyfjabúðir, listsýningahús og
lítil söfn. Þetta er ákjósanlegur staður
til að slaka á og til að hitta fólk.
Aðrir hlutar gömlu borgarinnar
eru rétt jafn ósviknir og aðlaðandi.en
þegar búið var að ljúka endurbygg-
ingunni, var enn nokkuð mikilvægt
eftir — konungshöllin, sjálft tákn
borgarinnar.
Árið 1970 voru Lorentz, Zach-
watowics og 30 aðrir fulltrúar
menntastéttarinnar óvænt kallaðir á
fund með Edward Gierek, þá
nýkjörnum flokksritara Póllands.
Hann bauð þeim að ríkið legði fram
fjármagn til að endurreisa höllina,
sem kommúnistaleiðtogar Póllands
höfðu fram til þess tíma talið „leifar
lénsskipulagsins.” Lorentz, sem bar
ábyrgð á söfnum og minnismerkjum,
afþakkaði tilboðið kurteislega.
,,Nei,” sagði hann. „Bjóddu okkur
ekki peninga. Gefðu okkur aðeins
leyfi, og við skipum nefnd til að sjá
um fjármálahliðna.” Leyfíð var veitt,
og í ársbyrjun 1971 skutu söfnunar-
boxin afturupp kollinum.
Höllin er nú næstum fullgerð.
Uppbygging hennar ókst með
framlagi þúsunda handverksmanna
og fjártillagi pólverja heima og
erlendis. Söfnunin skilaði hvorki
meira né minna en 623 milljónum
zloty (um 28,5 milljarðar íslenskra
króna á núgildandi gengi). Hluti af
höllinni hefur þegar við opnaður
almenningi, og þess er vænst, að
hægt verði að opna hana alla árið
1980. Að utan sjá gamlir Varsjár-
borgarar engan mun á nýju höllinni
og þeirri gömlu. Ut að torginu veit
sama rauða múrsteinshliðin, vegg-
irnir eru klæddir með samskonar ljós-
rauðu gibsskrauti, og turninn er eins
og hann var, ferkantaður og ramm-
gerður gnæfír hann yfír gömlu
borginni á aðra hlið en Wistafljóti á
hina. Það er aðeina að innan, sem
endurreisninni er ekki að fullu lokið.
Komandi kynslóðir munu yfírleitt
ekki geta séð, að sú borg, sem þær
búa í, hafi verið lögð í rúst og síðan
endurreist. Það verður óhjákvæmilegt
að segja söguna eins og hún gekk til.
Minningarnar um grimmd og
eyðileggingu hinna skelfílegu ára
voru táknrænt séð þurrkaðar út með
sérlegri athöfn á hallartorginu 22. júlí
1947. Það var eins og háif Varsjárborg
hefði safnast saman framan við þessa
voldugu byggingu, sem gnæfði 1
nýrri tign yfír umhverfi sitt.
Nákvæmlega klukkan 11.15 sló
klukkan með stóru, gylltu vlsunum
stundarfjórðunginn. Það var þessi
tónn, sem Varsjá hafði beðið eftirí 35
ár. Og 1 þetta sinn leyfði Zachwa-
towics sér að láta þau tár renna, sem
hann hélt aftur af hinn 17. september
1939. ★