Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
var, unnið fyrir leyniþjónustuna í
meira en aldarfjórðung.
Þegar hann fékk fregnir af viðburð-
unum í Genf, sá hann þegarí stað að
þar gat stórmál verið í uppsiglingu.
Ef frásögn Nósenkós af veru Oswalds í
Sovétríkjunum reyndist trúleg, gat
það leyst þó nokkurn vanda fyrir
Warrennefndina og ríkisstjórn
Bandaríkjanna. Ef, á hinn bóginn,
Nósenkó reyndist vera sóvéskur
flugumaður sendur til að gefa CIA og
Warrennefndinni villandi upplýs-
ingar, gat það haft alvarlegar
afleiðingar fyrir samband Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna. Að minnsta
kosti benti það til þess að Sovétmenn
vildu mikið á sig leggja til að bregða
hulu yfir dvöl Osvalds í Sovét-
ríkjunum.
En það var ekki hægt að sniðganga
yfírmann úr röðum KGB sem sagðist
hafa vitneskju um sovésku eyðuna í
ævi Oswalds. Helms komst að þeirri
niðurstöðu, að Ifyrst um sinn skyldi
Nósenkó látinn halda áfram að starfa
sem gagnnjósnari heima fyrir —
halda núverandi stöðu sinni innan
KGB starfa þar fyrir CIA. Seinna, ef
upplýsingar hans reyndust réttar,
skyldi honum leyft að koma til
Bandaríkjanna.
En í Genf hafnaði Nósenkó þess
háttar makki. Hann sagðist hafa verið
að fá skeyti frá yfirmönnum sínum
hjá KGB um að kom heim með flugi
hinn 4. febrúar. Að hans dómi þýddi
þess háttar skeyti lang líklegast að
hann væri grunaður um að eiga
Lee Harvey Oswald við komuna til
Moskvu. Myndin er tekin úr dagblaðt
fráMoskvu.
viðskipti við Bandaríkjamenn. Ef
hann snéri þess vegna heim, átti hann
á hættu að vera handtekinn,
pyntaður og jafnvel tekinn af lífi.
Hann átti engra kosta völ, sagði hann
CIA, hann yrði að flýja fyrir 4.
febrúar eða í síðasta lagi þann dag.
Þetta símskeyti setti Helms úrslita-
kosti. CIA hafði ekki efni á að missa
vitni, sem hugsanlega gat verið mikil-
vægt, um feril Oswalds í
Sovétríkjunum. Hann lagði málið
fyrir John McCone, framkvæmda-
stjóra CIA, og McCone veitti Helms
umsvifalaust heimild til að flytja
Nósenkó frá Sviss.