Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 21
UNGÁ NÝMEÐ R UDOLFNUREJEV
við minnsta grun um aðsteðjandi
hættu. En þegar ég sagði eitthvað létt
og kátlegt, hló hann, og glampinn
hvarf.
Seinna var ég viðstödd, þegar hann
fór á fyrstu æfingu á nýju sólónni á
leikhúsinu. Hann var spenntur og
óstyrkur og endurtók hvert spor af svo
ákafri einbeitingu, að hann gekk upp
og niður af mæði. Ég var smeyk um,
að hann kæmist aldrei í gegnum
þessa löngu sóló, ef hann færi svona
vandlega í hverja minnstu hreyfingu.
En það var óþarfí að hafa áhyggjur.
Þegar tjaldið var dregið frá, í fyrsta
sinn sem hann kom fram í London,
stóð hann á sviðinu í síðri, rauðri
skikkju. Hann sveif fram sviðið,
kastaði skikkjunni af sér og dans hans
var heillandi frjáls og þróttmikill við
ástríðufulla tónlist Scriabins. Margir
lögðu táknrænan skilning í síðu,
rauðu skikkjuna, sem huldi hann í
upphafí. En hvort sem þeir höfðu rétt
fyrir sér eða ekki — áhrifín voru stór-
kostleg.
Sama var að segja um túlkun
Rudolfs í dúettinum úr „Svana-
vatninu.” Eftir sýninguna hópaðist
fólkið um hann utan við leikhúsið.
Það var enginn vafí, að hann var
, ,viðburður ársins.
Forstjóri Konunglega ballettsins,
Ninette de Volois, sagði mér fljótlega
eftir þetta, að Rudolf ætti að dansa í
„Giselle” í Covent Gardení febrúar.
„Langar þig að dansa móti honum?”
Að þessu sinni voru mín fyrstu
M
viðbrögð þau, að ég spurði: „Heldur
þú ekki að ég sé of gömul? Það væri
eins og rolla væri að dansa móti
lambi.” En ég ræddi málið við Tító,
og við komumst að þeirri niðurstöðu,
að annað hvort yrði ég að drífa mig í
þetta eða hneygja mig í kveðjuskyni.
Við fyrstu æfinguna voru taugar
okkar beggja stríðþandar. Þegar nýr
dansfélagi kemur, verður alltaf að
sverfa og slípa til þess að samstaða
fáist í skilning beggja á túlkuninni.
Venjulega gerir hver svo sem hann er
vanur, þar til kemur að einhverju,
sem hreinlega gengur ekki. Yfirleitt
segir karlmaðurinn þá: „Hvernig ert
þú vön að gera hér? Ég get farið eftir
þér.” En Rudolf var ekki þannig.
„Heldurðu ekki, að þetta væri betra
svona?” spurði hann og vissi
nákvæmlega hvað hann viidi. Við
hófum langar umræður, sem enduðu
með því, að hvort okkar breytti
nokkrum sporum. Tveir tfmar liðu á
svipstundu og hin óvænta hamingju-
tilfínning af samvinnunni við hann
hafði djúp áhrif á mig.
Allir töldu að Rudolf væri
óhaminn og léti stjórnast af
geðhrifum. Hann var bóndasonur,
alinn upp í afskekktu héraði í austur-
hluta evrópska Rússlands og það
hafði kostað hann langa og erfíða
baráttu að komast að við Kírov-ball-
ettinn. En þverstæðan, sem kom í
ljós, var sú, að þessi ungi, frumstæði
tatari var gersamlega heillaður af
tækninni, meðan ég, hin kalda,
breska dansmær, hafði miklu meiri