Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
Persaflóa er hinn stórkostlegi „vinda-
turn,” sem í stuttu máli er þann veg
gerður að hann er súla, hol að innan,
en skipt upp í fjóra hluta, sem grípa
vindinn úr hvaða átt sem er og leiða
hann að opum í veggnum, og
loftræstir og kælir þannig allt húsið.
Dugandi byggingameistarar x sól-
ríkum löndum eins og Italíu, Spáni
og Mexíkó hafa fyrir löngu lært að
draga úr sólarhitanum með því að
þekja húsin með röðum af bárulaga
flísum, sem leggjast hver yfir aðra.
Þessar flísar einangra vel, því þær eru
holar, og jafnhliða kólnar loftið, sem
leikur um bárurnar innanverðar.
Þetta er árangursríkt kælikerfi, sem
fæst meira að segja án aukakostnaðar.
Formið fylgir hitastiginu um allan
heim, og hönd og auga upp-
finningamannsins ókunna fylgir sól,
vindum og regni út í æsar. I Suður-
frakklandi og á Spáni geysa stríðir
vindar um flatar háslétturnar, og
þeir hafa lagt grundvöllinn að lágum,
breiðum arkítektúrnum, sem þar
hefur viðgengist. I dölum Jura-fjalla í
frönsku Sviss, þar sem suðaustanvind-
ar með stríðum regnskúmm eða jöfnu
úðaregni geta staðið svo vikum
skiptir, eru suðausturveggirnir
gluggalausir og þaktir sama efni og
þökin. Hin sérkennilegu, hvelfdu
bændabýli í franska Massif Central
verða varla greind frá stormlúðum
fjöllunum, sem umhverfis standa.
Byggingameistarinn hefur bók-
staflega „forfágað” húsin með því að
gefa þeim straumlínuform, sem ver
þau átökum stormanna.
Hafið hefur oft verið hvatning til
meistaraverka af óþekktum uppmna.
Takið til dæmis klnversku junkuna
með slnum sérkennilegu, breiðu segl-
um. Það var uppfúndið af ókunnum
snillingi til að fanga veikasta blæ í
Hinn jullkomna,,landbúnaðarvél. ’ ’