Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
Þó held ég, að sú uppfínning
óþekkts völundar, sem ég dáist mest
að, sé sú sem er að finna í þeim
frjósama Leirudal í Frakklandi. I háa
kalkklettana, sem fylgja vinstri bakka
Leiru milli Amboise og Saumur, hafa
íbúarnir höggvið geymslur neðanjarð-
ar, þar sem þúsundir flaskna með
vínum eru varðveittar í völundarhúsi
ganga. I þessum göngum er nátt-
úrlegi hitinn 10 gráður, sem er ákjós-
anlegur hiti fyrir varðveislu vínsins.
En það, sem sýnir snilli þess,
sem fyrir mörgum öldum valdi
göngunum stað, er að vínakrarnir eru
á sólbakaðri jörðinni uppi yfir þeim.
Eftir tínsluna er þroskuðum
þrúgunum hvolft ofan í gegnum
göng, sem iiggja ofan í kalksteininn,
og hafna beint ofan í vínpressunni 25
metra ofan í klettinum. Þar em
þrúgurnar pressaðar og safanum hellt
á tunnur. Nokkmm mánuðum síðar
er vínið látið á flöskur og lagt í
geymslurnar til frekari gerjunar.
Stærðfræðingur myndi vafalaust
lýsa þessum mannvirkjum sem
,,glæsilegum” í þeim skilningi, að
þær em svo einfaldar og fmmlegar,
að aðrar lausnir em klossaðarí saman-
burði. Ég held, að við getum dregið
af þeim mikinn lærdóm í iðnaðar-
heimi okkar. Hvers vegna ekki að
nota eitthvað af ævafornum kæli-
aðferðum austursins í stað þess að sóa
gríðarlegum ríma og peningum í
flókin, rafknúin loftkælikerfi? Hvers
vegna ekki að prófa loftbmnna í
löndum, semþjakastaf hita, í staðinn
fyrir að nota venjulegar, opnar stíffur,
þar sem helmingurinn af vatninu
gufar beint uppí loftið?
Það er einfaldlega hægt að sækja
endalausar hugmyndir í nafnlausar
uppfinningar hinna ýmsu landa og
þjóða. Fyrir arkítekta og verkfræðinga
sem verða sífellt áhyggjufyllri yfir
aukinni stöðlun heimsins og
takmörkuðum auðlindum, þýðir
þetta mikilsverða uppörvun og
hugmyndavíkkun til fumlegra og
orkusparandi lausna á fjölmörgum
vandamálum. Og fyrir alla aðra em
stórsnjöll meistaraverk uppfinninga-
mannanna stöðugur gleðigjafi, þegar
maður hefur komið augaáþau. ★
Joan Crawford var óumdeilanlega ein mesta stjarna, sem
Hollywood hefur átt, og hún naut þess fram í fingurgóma. Einu sinni
kom hún út úr þeim fræga klúbb „21” í New York, leit upp í heiðan
himininn og sagði bilstjóranaum sínum, að hún ætlaðií gönguferð.
, ,En Madame,” svaraðihann. , ,Það verður ráðist á þig!”
„Það ætla ég svo sannarlega að vona,” svaraðijoan.