Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 65
ÓKUNNIR SNILLINGAR
63
kyrrabelti Kínahafsins, en samt er
hægt að fella það á augabragði, ef far-
kosturinn verður fyrir skyndilegum
fellibyl, sem oft skellur á fyrirvara-
laust á þessum slóðum. Eða hugsið
ykkur norsku hvalbátana, sem eru
eins á skut og stefni, svo þeir geta á
andartaki skipt um stefnu og notað
bakslag bárunnar. Og sklðabátana,
sem eru framþróun af hugmynd hins
hugljómaða bátasmiðs í Pólineslu,
sem bjó til pirogbátana, með flot-
meiðum á álmum sitt hvorum megin.
Með þessum bátum hafa hinir
innfæddu getað komist gegnum
brimgarðinn, sem umlykur eyjarar
þeirra, og haldið áfram út á breiður
Kyrrahafsins.
Það sem einkennir þessar upp-
finningar, og formsköpun óþekktra
höfunda yfirleitt, er samhæfing þeirra
við þær aðstæður, sem þær eiga að
þjóna. Á Pahlevi-götunni, sem er
ein aðalumferðargatan í Teheran,
hefúr hinn óþekkti borgarhönnuður
kosið að leggja akbrautina yfir endi-
löngum straumi leysingavatns, sem
kemur beint ofan úr snævi þöktum
Elburzfjöllunum, þrjú þúsund
metrum hærra uppi. Beggja vegna
vegarins geysist flaumurinn meðfram
tveimur gangstéttum, sem tengdar
eru með tveimur brúm. I sjálfum ár-
bakkanum hefur verið plantað mór-
berjatrjám, sem fyrir tilverknað vatns-
ins bera nú krónur sínar á móts við
áttundu hæð húsanna og veita
nægilegan skugga til að viðhalda
svala vatnsins. Þetta er fágætt dæmi
Gondóll og rœðari.
lum borgarskipulag í samvinnu við
ináttúruna.
Rétt eins snjall og einfaldur er loft-
brunnurinn svokallaði, sem athugll
bóndi fann upp fyrir þúsundum ára,
til þess að hagnýta loftrakann í þurru
héraði. Loftbrunnurinn er varða
hlaðin úr steinum, hol að innan, yfir
gröfnum brunni, og það er furðulegt,
hvað þessi steinahleðsla getur safnað
saman af vatni, sem þéttist á köldum
flötum steinanna og drýpur af þeim
ofan í brunninn. Einn venjulegur
loftbmnnur safnar nægilegu vatni til
þess að yfir þeim vex bæði vínviður og
agúrkur, auk þess sem fjölskyldan fær
nauðþurftavatn. Á Krímskaga í
Suðurrússlandi er enn að finna leifar
af gömlum loftbmnnum.