Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
cUr' tjeimi læknavísiqdanqa
TÆKITIL AÐ HJÁLPA
LIÐARGIGTARSJÚKLINGUM
Þegar liðagigt ræðst á liðamót
handarinnar, getur það leitt til rangra
vöðvastellinga og óeðlilegs þrýstings
eða togs á sinar og liðbönd. Þetta
getur á endanum leitt til þess að
höndin kreppist svo erfitt verður að
gera einföldustu hluti. Nú hefur
verið fundið upp tæki til að hjálpa
þeim, sem fyrir þessu verða.
Höfundur þessa tækis er Semyon
Krewer, læknir, sem fékk liðagigt og
krepptar hendur. Hann sýndi tækið
nýlega á ráðstefnu gigtarlækna. Það
er í laginu eins og kassi með fimm
þríhyrninga úr plasti og raufum fyrir
fingurna, sérstökum fleti til að hvíla
lófana í og þjálfunarhnúðum.
Gúmmíteygjur eru notaðar til
viðbotar við sumar æfingarnar, en
þær eru meðal annars sundurglenn-
ing fíngra, beygjur og réttur, hring-
hreyfingar og hliðarbeygjur.
Það eykur vöðvastyrk, mýkt og not
liðagigtarhandar að nota þetta tæki
fimm mínútur á dag.
Gigtarlæknar mæla með að fólk
hafi samráð við lækna, áður en það
fer að nota handliðkarann, en hann
er hægt að kaupa þar sem lækninga-
tæki eru almennt seld, og kostar 20
dollara (um 5.200 kr. ísl.) Því fylgir
leiðbeiningabæklingur, saminn hjá
endurhæfingarmiðstöð læknaskóla
New York-háskóla og er hann fáan-
legur á tíu tungumálum.
Stytt úr Los Angeles Times
BURT MEÐ
VALBRÁNA
Hópurlækna við læknaskóla
Harvardháskóla og Beth Israel
spítalann í Boston eru tilbúnir að
hefja það sem kallað hefur verið fyrsta
örugga leiðin til að deyfa þá blárauðu
húðflekki, sem kallast VALBRÁ.
Þessi aðferð, sem prófuð hefur verið
við spítala Cincinnatiháskóla og Palo
Alto lækningastofnunina í
Kaliforníu, byggist á notkun argon
lasers. Sterkum lasergeisla er beint að
háræðaþvögunni, sem veldur
flekknum, og veldur því að þær verða
óvirkar. Að vísu hverfur valbráin
ekki fullkomlega, en húðin lýsist til
muna, þegar þessum háræðum hefur
verið lokað.
AP
NÝJAR SKÝRSLUR
UM PILLUNA
Hvaða áhrif hefur pillan á barns-
fæðingar, þegar notkun hennar er
hætt?
KennethJ. Rothman hjá Harvard-
háskóla í Boston kannaði þungunar-
tilfelli 19-887 kvenna, sem urðu
ófrískar eftir að hafa notað pilluna
um tíma en síðan hætt því. I ljós
kom, að fósturlát og andvana