Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 19
„Mundu eftir gamla, kínverska spak-
mælinu: „Nefndu aldrei þann
brunn, sem þú vilt ekki drekka af.” ”
í júní þetta ár fór Konunglegi
ballettinn til Rússlands. Sýningar-
ferðin hófst I hinu fræga Kirov-
leikhúsi í Leníngrað. I staðinn átti
Kírov-ballettinn að dansa í Covent
Garden, eftir gestasýningu I París.
Þremur dögum eftir frumsýninguna
komst ein dansmeyja okkar að því,
eftir símtal við manninn sinn, að
besti dansari Kírov-flokksins hefði
flúið í París.
Sá, sem flúið hafði heimaland sitt,
var Rudoif Nurejev. Þegar ég kom
aftur til London, fékk ég fljótlega
gilda ástæðu til að muna nafn hans.
Við þurftum á einhverju sérstaklega
forvitnilegu að halda til að laða gesti
að góðgerðaskemmtun, sem halda
skyldi í nóvember. Ballettáhuga-
maðurinn Coletta Clark, sem sá um
skemmtunina, sagði: ,,Mér er sagt,
að ungi maðurinn, sem stakk af úr
Kírov-ballettinum, sé stórkostlegur.”
,,Góð hugmynd,” sagði öli stjórnar-
nefndin í kór, og Coletta fór að reyna
að hafa uppi á honum í síma. I ljós
koma, að hann var að þjálfa sig í
Kaupmannahöfn, undir leiðsögn
Veru Volkova, sem mörgum árum