Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
Hér er um kaldan lasergeisla að
ræða. Hann kveikir ekki í eldspýtu
eins og aðrir lasergeislar, heldur lætur
hann örsmáa bita og agnir hrjóta frá
eldspýtunni og er stærð þeirra ákveð-
in fyrirfram. Sú aðferð, að prófa
hæfni geislans til augnlækninga með
eldspýtur, er þekkt um allan heim
sem „Krasnof-prófið.” Reyndar létu
vísindamennirnir sér ekki nægja að
prófa geislann á eldspýtum og augum
tilraunadýra áður en þeir hófu
lækningar með þessari aðferð. Þeir
beindu geislanum að augum hver
annars til að vera alveg öruggir.
Gláka er efst á blaði þegar rætt er
um orsakir blindu. Sjúkdómurinn
einkennist af innri þrýstingi, sem
skaðar sjóntaugina. Eins og er kunna
læknar ekki ráð til að koma sjóntaug-
inni aftur í lag. Þessvegan er notuð sú
aðferð að þurrka augað til að koma í
veg fyrir þetta skaðlega ferli. Venju-
lega er vökvanum dælt úr auganu
gegnum vegg augasteinsins. Leiðin er
aðeins millimetri að lengd. En jafnvel
á svo stuttri leið geta risið upp hindr-
anir. Áður fyrr fjarlægðu augnlæknar
þessar hindranir með því að skera í
augasteininn, og voru slíkir skurðir
kallaðir „fistulas”. Krasnof hefur
sannað að ekki er nauðsynlegt að
grípa til þeirra. Hann býður upp á
mjög flókna skurðaðgerð, sem að
sjálfsögðu er gerð með aðstoð smá-
sjár. Jafnvel örsmæsti skurðarhnífur
er of grófur fyrir þessa aðgerð. Kras-
nof stingur upp á áhaldi sem auð-
veldlega verður beitt: köldum laser-
geisla. Með nákvæmni gullsmiðs-
ins borar hann örsmáan skurð á
nokkrum milljónustu hlutum úr sek-
úndu. Augað skaðast ekkert við þessa
aðgerð og hún hefur engar aukaverk-
anir.
Lasergeislinn gefur læknunum
tækifæri til að berjast gegn mörgum
alvarlegum augnsjúkdómum. Sem
dæmi má nefna að nú á dögum er
ekki eins vonlaust og áður var fyrir þá
sem verða fyrir sköddun á æðum
augnanna að fá lækningu. Nú eru
komnir fram möguleikar á að með-
höndla nethimnuna og koma í veg
fyrir að hún breytist og hrörni vegna
aldurs.
Krasnof lítur ekki svo á að laser-
geislinn sé endanleg lausn og allra
meina bót, en hann segir: Nýir
möguleikar hafa opnast.
Hann helgar allt líf sitt leitinni að
þessum nýju möguleikum. Leitin fer
fram á þremur leiðum: sjúkdómar
sem ekki hefur fengist lækning við
áður, nýjar aðferðri sem koma í veg
fyrir mistök lækna, og auðveldari og
hraðari aðferðir. Að mínu áliti ber
þetta vott um réttan skilning á hlut-
verki læknisins í nútímaþjóðfélagi.
Krasnof minnist allra kennara sinna
með þakklæti. Og einn þeirra var sá
mikli Hippokratus sem sagði að
„lækning þyrfti að vera fúllkomin,
hröð og ánægjuleg”. ★