Úrval - 01.05.1978, Page 126

Úrval - 01.05.1978, Page 126
124 ÚRVAL Hér er um kaldan lasergeisla að ræða. Hann kveikir ekki í eldspýtu eins og aðrir lasergeislar, heldur lætur hann örsmáa bita og agnir hrjóta frá eldspýtunni og er stærð þeirra ákveð- in fyrirfram. Sú aðferð, að prófa hæfni geislans til augnlækninga með eldspýtur, er þekkt um allan heim sem „Krasnof-prófið.” Reyndar létu vísindamennirnir sér ekki nægja að prófa geislann á eldspýtum og augum tilraunadýra áður en þeir hófu lækningar með þessari aðferð. Þeir beindu geislanum að augum hver annars til að vera alveg öruggir. Gláka er efst á blaði þegar rætt er um orsakir blindu. Sjúkdómurinn einkennist af innri þrýstingi, sem skaðar sjóntaugina. Eins og er kunna læknar ekki ráð til að koma sjóntaug- inni aftur í lag. Þessvegan er notuð sú aðferð að þurrka augað til að koma í veg fyrir þetta skaðlega ferli. Venju- lega er vökvanum dælt úr auganu gegnum vegg augasteinsins. Leiðin er aðeins millimetri að lengd. En jafnvel á svo stuttri leið geta risið upp hindr- anir. Áður fyrr fjarlægðu augnlæknar þessar hindranir með því að skera í augasteininn, og voru slíkir skurðir kallaðir „fistulas”. Krasnof hefur sannað að ekki er nauðsynlegt að grípa til þeirra. Hann býður upp á mjög flókna skurðaðgerð, sem að sjálfsögðu er gerð með aðstoð smá- sjár. Jafnvel örsmæsti skurðarhnífur er of grófur fyrir þessa aðgerð. Kras- nof stingur upp á áhaldi sem auð- veldlega verður beitt: köldum laser- geisla. Með nákvæmni gullsmiðs- ins borar hann örsmáan skurð á nokkrum milljónustu hlutum úr sek- úndu. Augað skaðast ekkert við þessa aðgerð og hún hefur engar aukaverk- anir. Lasergeislinn gefur læknunum tækifæri til að berjast gegn mörgum alvarlegum augnsjúkdómum. Sem dæmi má nefna að nú á dögum er ekki eins vonlaust og áður var fyrir þá sem verða fyrir sköddun á æðum augnanna að fá lækningu. Nú eru komnir fram möguleikar á að með- höndla nethimnuna og koma í veg fyrir að hún breytist og hrörni vegna aldurs. Krasnof lítur ekki svo á að laser- geislinn sé endanleg lausn og allra meina bót, en hann segir: Nýir möguleikar hafa opnast. Hann helgar allt líf sitt leitinni að þessum nýju möguleikum. Leitin fer fram á þremur leiðum: sjúkdómar sem ekki hefur fengist lækning við áður, nýjar aðferðri sem koma í veg fyrir mistök lækna, og auðveldari og hraðari aðferðir. Að mínu áliti ber þetta vott um réttan skilning á hlut- verki læknisins í nútímaþjóðfélagi. Krasnof minnist allra kennara sinna með þakklæti. Og einn þeirra var sá mikli Hippokratus sem sagði að „lækning þyrfti að vera fúllkomin, hröð og ánægjuleg”. ★
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.