Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 25
UNGÁ NÝ MED R UD OLF NUREJE V
ár, en vildi svo endilega snúa aftur
heim til Panama. Hlýtti og milt lofts-
lagið í heimalandi hans gerði honum
bærilegra að vera háður hjóiastól.
Við og við verð ég ennþá að fara frá
honum á vegum starfs mlns. Og ég er
ennþá tengd mörgu fólki órjúfan-
legum böndum, sem myndast hafa á
lífsbrautinni og danssviðinu og vegna
ástarinnar á dansinum. Sterkast
þessara banda er ef til vill það sem
liggur til Rudolfs Nurejev, sem
framlengdi framabraut mína — já,
og gerði mig unga á ný.
23
Sjálfur heldur Rudolf áfram af
sama eldmóði, þvílíkur snillingur
sem hann er. Hann er ekki aðeins
fágætur dansari, heldur líka fágæt
manneskja. Þó finnst mér best hvað
hann er slagferðugur. Ég kemst ekki
yflr það, sem hann sagði við
sameiginlegan vin okkar, sem hann
hitti fyrir ekki ýkja löngu á dansferð
með Kanadíska þjóðarballettinum.
Vinurinn spurði: „Hvar er Margot
núna?”
Rudolf setti upp sorgarsvip og
svaraði: „Margot? Hún er búin að
finna sér yngri dansfélaga! ’ ’ ★
Við vorum með smá samkomu fyrir eldra fólk og vorum að gera
dálítið grín. Eiginmenn og eiginkonur voru settar inn í sitt hvort
herbergið og spurð sömu spurningar og svörin síðan borin saman.
Þegar kom að spurningunni ,,Hve langt er síðan eiginmaðurinn
hefursagtað hann elski þig?” svaraði ein konan, „Fjöruríu ár.”
Þegar mennirnir komu inn svaraði eiginmaður hennar án Jþess að
hika: „Fjörutíu ár.” svo bætti hann við: ,,Ég sagði henni þá að ég
eiskaði hana og að ef ég myndi skipta um skoðun skyldi ég láta hana
vita-” B.G.
Skilti á töfratækjabúð: „Horfinní mat.”
EV.
Eftirlitsmaður banka kom í litið þorp en fann ekki hræðu í
bankanum. Eftir nokkra bið leit hann inn í bakherbergi og sá þar
fjóra menn sitja og spila póker. Til þess að kenna þeim betri siði setti
hann þjófabjölluna í gang. Spilamennirnir högguðust ekki, en
barþjónninn handan við götuna kom skeiðandi með fjögur glös af
bjór. F.F.