Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
þrír fengu mat sem var mjög fitu-
ríkur, en með honum þrjá litla, hráa
lauka, um 70 grömm að þyngd.
Eftir á voru tekin blóðsýni úr þessu
fólki. I ljós kom, að meiri samloðun
var í blóðflögum þeirra, sem fengu
fituríkan mat heldur en þeirra, sem
fengu venjulega morgunmatinn. En
í þeim, sem laukinn höfðu borðað
með, voru blóðflögurnar eins og hjá
þeim er borðuðu venjulegan mat.
Þegar samloðun blóðflagan-
naverður of mikil, er hætta á að þær
myndi blóðtappa, sem getur leitt til
heilablóðfalls eða hjartaslags. Það
hefur margsinnis sannast, að neysla
fituríkrar fæðu eykur samloðun blóð-
flaganna, en nú þykir sem sagt
einsýnt, að hrár laukur með matnum
eyði þessari hættu.
Jafnframt eru líkur leiddar að þvl,
að neysla á hráum lauki almennt sé
heilsusamleg að því leyti að minnsta
kosti, að hún auki jafnvægi og rétta
samsetningu blóðsins.
Endursagt úr National Enquirer
Kona nokkur við sölumann í því að hún bendir á lítinn bíl. ,,Áttu
hálfu númeri stærri?”
J.R.
Fráskilin við vinkonu: ,,Ég tilbað jörðina sem hann lyppaðist
um!”
N. M.
I kvöldverðarboði: , ,Konan mín hefur einstakt lag á að gera langar
sögur stuttar. Hún grípur fram í. ”
O. A.
Einn trimmari blásandi og móður við annan: „Læknirinn sagði
mér að trimmið myndi bæta nokkrum árum við lífið og það er
sannariega rétt: Mérfinnst ég ríu árum eldri en ég var.
G.L.
Eldri kona var að lýsa fyrir nokkrum konum á snyrtistofunni
dýrðlegri afmælisveislu sem vinir hennar höfðu haldið henni. Ein
konanspurði: „Hvegömul ertu?”
,,Geturðu þagað yfir leyndarmáli?” spurði sú er afmælið hafði átt.
,,Vitanlega.”
, ,Það get ég líka. ’ ’ svaraði hin sigri hrósandi.
J.R.