Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 114
112
ÚRVAL
„nét”, þegar þeir spurðu hann um
eitthvað.
Sumarið 1959 var Oswald orðinn
svo vel þekktur sem rússneskunemi að
einn félaga hans fékk hann til að hitta
frænku sína, Rosaleen Quinn, flug-
freyju frá New Orleans, af því hún var
að læra rússnesku og búa sig undir að
taka próf á vegum innanríkisráðu-
neytisins. Þau hittust í kaffiteríu í
Santa Ana og töluðu rússnesku saman
í um tvo klukkuríma. Þótt hún hefði
lagt stund á rússnesku í Berlitz skóla í
meira en ár, fann hún að Oswald
hafði miklu meira vald á málinu
heldur enhún.
Þetta sumar gerði Oswald Nelson
Delgado að trúnaðarvini sínum. Þeir
höfðu báðir áhuga á Fiedel Castro,
sem hafði í byrjun þess árs náð völd-
um á Kúbu. Delgado segir.að þegar
hann lét fyrst í ljós ánægju með bylt-
ingu Castros, hafí Oswald „sperrt
eyrun”. I samræðum þeirra á milli
kom það fram, að Oswald langaði
mjög að komast til Kúbu og hjálpa
Castro að þjálfa herinn.
Oswald virtist eindregið þeirrar
skoðunar, að Delgado gæti komið
honum í samband við kúbana, og
knúði á um það. Einu sinni, er þeir
voru að störfum við radargæsluna,
skrifaði Delgado á miða og rétti Os-
wald: ,,Kúbanska sendiráðið,
Washington, DC.”
Fram að þessu hafði Oswald aðeins
fengið fá sendibréf, en nú tók Del-
gado eftir því að hann fór að fá póst
oft í viku. Einu sinni, þegar hann var
að róta í skáp Oswalds eftir hálsbindi,
sem hann gæti fengið að „láni”, sá
hannað minnsta kosti sum þessara
bréfa voru frá kúbanska sendiráðinu.
„Innsiglið fór ekki milli mála,” sagði
hann.
Um leið og Oswald fór að fá póst-
inn frá kúbönum, fór hann að „búa
sig uppá” og fara með Delgado til
Los Angeles, hálfs annars tíma ferð
með áætlunarbíl. Oswald sagðist vera
að heimsækja kúbanska sendiráðið.
Seint um kvöld, þegar þeir Delgado
voru saman á vakt, „var hringt í mig
frá varðhliðinu og mér sagt að gestur
biði eftir Oswald við hliðið,” segir
Delgado. „Hann hlýtur að hafa verið
óbreyttur borgari; annars hefði
honum verið hleypt inn. Ég varð að
finna einhvern til að leysa Oswald
af.”
Um klukkustundu síðar átti Del-
gado leið fram hjá hliðinu og sá þá
Oswald í áköfum samræðum við
frakkaklæddan mann. Delgado þótti
skrýtið að nokkur skyldi vera í frakka
á svona heitri nóttu í Kalifomíu. Þótt
Oswald segði Delgado aldrei hver sá
frakkaklæddi var, fékk Delgado það á
tilfinninguna, að hann væri í ein-
hverju sambandi við „kúbubissnis-
inn”. Skömmu síðar spurði hann
Oswald hvort hann hefði enn í
hyggju að fara til Kúbu þegar hann
hefði fengið lausn úr hernum.
Oswald gretti sig, líkt og hann hefði
ekki heyrt, og svaraði svo áhugalaust:
„Þegar ég losna, ætla ég á skóla í
Sviss.”