Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
eða því sem ég kalla ,,Aha-kenning-
una” um atferli mannsins. Hún
gengur út á það, að hinn sanni
tilgangur alls sé óvandaður og hulinn
undir yfirborðinu. Aha! Þú lítur út
fyrir að vera heiðarlegur lögfræð-
ingur, en það er bara klókindi til að
fá mig til að bíta á! Eða versta aha-ið
af þeim öllum: Aha, pabbi, þú ert að
reyna að telja mér trú um, að þú sért
að gera þetta mín vegna, en í
rauninni gerir þú það bara til þess að
ráskast með mig, til þess að sýna að
þú ráðir yfir mér!
Hugsið ofúrlítið um þetta: Hvernig
getur það verið, að hið illa verkar á
einhvern hátt raunvemlegra en það
góða? Hvernig getur það verið, að
ódrengskapur, tillitsleysi, kuldalegur
ruddaskapur, harka og kvalalosti
verkar raunvemlegri en stolt, æra,
samúð, kjarkur og fórnarlund?
Við höfum verið svo önnum kafín
að róta í drafínu að við eigum erfítt
með að hafa augun af því.
Sannfæringin um, að bak við hvert
góðverk liggi lævís tilgangur, tilkoma
and-hetjunnar og fjöldi annarra
niðurrifsafla hefur gert okkur hetjuna
ósýnilega.
Skáldið W.B. Yeats sagði, að sá
tími myndi koma, — og kannski er
það okkar tími — þegar „sakleysið
væri ekki lengur til” og,,þá bestu
skortir alla sannfæringu.” Það er
erfítt að hafa sannfæringu án þess að
eiga einhverja fyrirmynd. Hetjur em
fyrirmyndir.
Hetjur geta verið upplognar eða
raunvemlegar, ef þær aðeins eiga
persónuleika og skapgerð, sem við
finnum að em mannlegar og þess
virði að taka eftir. Þær em ekki gerfi-
fólk, sem aðhefst án persónuleika.
I stað þess að pexa um hvort
skólinn eigi að endurnýja sig eða snúa
aftur til fyrri aðferða, ættum við að
hvetja til hvors tveggja I kennslunni.
Við eigum að hvetja til endurnýjunar
og jafnframt til þess að augu barn-
anna séu opnuð fyrir gmndvallar
hugsjónum. Við eigum að segja sögur
af hetjum. Við egum að gefa
börnunum okkar og okkur sjálfum
nokkur raunvemleg dæmi um þá
hetjueiginleika, sem við teljum að
fólk eigi að hafaí sér og að leiðarljósi.
I sérhverju samfélagi er hægt að
benda á að minnsta kosti eina
manneskju, sem er þess virði að dást
að henni. Þeim tíma, sem t það fer, er
vel varið. Og ef við tökum okkur ekki
þann tíma, sem með þarf, munu
börn okkar, sem hafa lært að efast um
allt, mjög líklega til að súpa seyðið af
því að vita ekki hvað þau mega trúa á.
★
Þegar píanósnillingurinn Arthur Rubinstein afhjúpaði brjóstmynd
af sjálfum sér í Carnegie Hall í New York, þar sem hann bafði fyrst
komið fram í Bandaríkjunum fyrir 70 ámm, sagði hann: , ,Þetta er
falleg mynd. Hún er ekki af mér eins og ég er, heldur eins og ég ætti
að vera.