Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 41
HVERS VEGNA MÁEKKI. . . .
39
með hrossum, sem leyft væri að flytja
heim eftir veru erlendis og myndu
öruggustu sóttvarnarreglur, sem
þekktar eru ekki taka fyrir þá hættu.
Það væri hörmulegt að flytja til
iandsins nýjan sjúkdóm í búfé. Við
höfum um ártatuga skeið sopið seyðið
af ógætilegum ráðstöflunum við inn-
flutning dýra. Nefna má nokkur
dæmi: Fjárkláði, riðuveiki,
votamæði, þurramæði, visna, garna-
veiki, hundafár, ... með fólki hafa
borist ' berklar, hringskyrfi, tauga-
veiki... Hömlur eru í gildi við
flutningum á milli varnarhólfa á
sauðfé, nautgripum og geitum
vegna sjúkdómahættu.
Við búum við þá ómetanlegu
sérstöðu að eiga hrossastofn, sem er
svo til laus við smitsjúkdóma. Af
þeim sökum eru engar hömlur á
flutningi hrossa innan lands. Aðeins
þarf að varast óhreinindi, sem hross
geta borið utan á sér eða undir hófum
og óhreinlega bíla eða flutningstæki
sem flytja hross milli varnarhólfa.
Vegna þess að hross okkar eru af
einangruninni viðkvæmari fyrir sjúk-
dómum en önnur hrossakyn, kemur
það oft fyrir, að íslensk hross, sem
flutt hafa verið til útlapda, hafa sýkst
þar þrátt fyrir bólusetningar og önnur
varnarráð. enda eru engar bólu-
setningar ömggar til varnar.
Telja má víst, að margir smit-
sjúkdómar séu enn óþekktir. Illa
verður við komið vörnum gegn þeim.
Allt þetta veldur hinni hörðu
afstöðu gegn heimflutningi hrossa,
sem send hafa verið til útlanda.
Um sjúkdóma 1 fólki gegnir öðm
máli.
í fyrsta iagi myndu frjálsræðis-
hetjurnar góðu illa þola skerðingu á
ferðafrelsi, þótt það kynni stöku
sinnum að vera æskilegt, ef iitið er
eingöngu á málin frá sóttvarnar-
sjónarmiði. í öðm lagi lifir fólk
almennt við mun meira hreinlæti en
dýr. I þriðja lagi er heilsugæsla fólks
yfirleitt margfalt öflugri en
heilsugæsla dýra og þar þarf iítt að
spara til þess að öryggið verði sem
fullkomnast, eins og sjálfsagt er
raunar. Stöðugt samband er við
útlönd og snerting við smitvalda er
sífelld. Mótstaða fóiks gegn smit-
sjúkdómum erþví meiri en dýra.
Þrátt fyrir allt þetta berast hngað
farsóttir iðulega svo sem kunnugt er
og stundum fer illa.
P.S.:
Hrossasullaveikin hefur magnast
mjög í Bretlandi á síðustu ámm og er
nú svo komið, að 6 af hverjum 10
hestum, sem þar em kmfnir, em
haldnir þessari veiki. Hundar bera
sullaveikisbandorminn. Hreinsun
hunda er ekki lögboðin á Bretlands-
eyjum eins og hér. Það vekur ugg, að
samband hunda og hrossa eykst.
Varla er svo komið í hrossaborgir á
höfuðborgarsvæðinu, að þar sjáist
ekki hundar. Stundum ganga þeir í