Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
hólms, að því er virðist til að heim-
sækja sovéska sendiráðið þar. Ein-
hvern tíma í sömu viku kom hann á
sendiráðið í Helsinki og fékk vega-
bréfsáritun nr. 403339, sem gilti fyrir
sex daga ferð til Sovétríkjanna. Hann
keypti líka ferðamannagjaldmiða sem
giltu í Sovétríkjunum fyrir 300
dollara, en engin vitneskja er um,
hvernig hann hafði fé til alis þessa.
Að kvöldi 15. október fór hann með
lest frá Helsinki og hélt yfir finnsk-
sovésku landamærin við Vainikkala á
leið til Moskvu.
, ,ÉG, LEE HARVEY OSWALD”
Að morgni laugardagsins 31.
október, tveimur vikum eftir að
Oswald kom til Moskvu, sté hann út
úr leigubíl framan við bandaríska
sendiráðið í Moskvu og skálmaði fram
hjá varðmönnunum inn í konsúlatið.
Richard E. Snyder man glöggt,
hvernig Oswald skellti vegabréfinu
sínu á borðið hjá honum. Hann var
fölur, og andiitsvöðvar hans strekktir.
,,Hann var upptrekktur eins og sex
úrafjaðrir,” segirSnyder.
Oswald tók til máls og talaði
kuldalega: ,,Ég er kominn til að skila
bandaríska vegabréfinu mínu og af-
sala mér borgararétti.” Hann rétti
Snyder, gamalgrónum leyniþjónustu-
Dagblað
án ríkisstyrks