Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
heimsstyrjöld myndi leiða til róttækra
og sennilega varanlegra breytinga á
ástandi umhverfisins, ekki aðeins í
þeim löndum sem taka þátt i
stríðinu, heldur að öllum líkindum á
jörðinni allri.
Stríðið í Vietnam leiddi í ljós að
jafnvel án notkunar karnorkuvopna
hafa hernaðaraðgerðir vistfræðilegar
afleiðingar sem eru sambærilegar við
afleiðinar sjálfra hernarðaðgeranna.
En hugmyndir um hernaðarlega
notkun á efnum sem hafa áhrif á
umhverfið, og þá einkum á veðrið,
komu fram miklu fyrr.
Á raunum 1946-47 birtust í vis-
indaritum gefnum út í Bandarikjun-
um fyrstu upplýsingar um fróðlegar
og árangursríkar tilraunir með gervi-
úrkomu. I Sovétríkjunum og Þýska-
landi höfðu slíkar tilraunir verið
gerðar þegar fyrir seinni heimsstyrj-
öldina, en árangur þeirra varð ekki
annar en sá að sýna fram á tæknilegan
möguleika þess að hafa áhrif á skýin á
þennan hátt. Bandarísku visinda-
mennirnir notuðu árangursrik meðul
til að örva kristallamyndun kældra
skýja, efni eins og fastakolsýruog joð-
silfur, og tókst þeim að fá fram á-
þreifnalegan snjó og rigningu á
svæðum sem náðu yfir hundruð fer-
kílómetra.
Þessu árangur var ánægjulegur og
mikilvægur, þótt enn væri málið á
byrjunarstigi, en upp úr þessu hófst
mikið rannsóknarstarf í mörgum
löndum. En sumum aðilum í Banda-
rikjunum þótti sem endanleg lausn
væri fundin á þessu máli. Fyrirtæki
sem tóku að sér að framleiða rigningu
á ákveðnum svæðum spruttu upp
eins og gorkúlur. Annars konar
hugmyndir sáu einnig dagsins ljós.
Þannig gerði prófessor Wider við
Cornelllháskóla það að tillögu sinni
árið 1950, að sérstök tæki yrðu sett
upp á skipum á Atlantshafí sem
hindruðu úrkomu í „kommúnista-
löndunum.” Hann lagði til að
úrkoman 1 Evrópu og Asíu yrði
minnkuð um 50% og þannig komið
á þurrkum.
Með timanum gátu hæfustu
vísindamenn Bandaríkjanna að þvi er
virðist sannfært barnalega og herskáa
starfsbræður sina um þá staðreynd, að
stórfelldar breytingar á veðurfarinu,
svo ekki sé minnst á aiheims-
breytingar á loftslagi, þarfnast alþjóð-
legs samstarfs á háu stigi og
samræmdra aðgerða margra ríkja.
Fjaðrafok fjölmiðlanna lognaðist
útaf, en alvarlegu starfl var haldið
áfram i mörgum vísindastofnunum
Bandaríkjanna og bar góðan og
mikilvægan árangur.
Á fundi sovéskra og bandarískra
visindamanna, viðskiptamanna og
stjórnmálamanna í Dartmouth i
desember 1972 höfðu bandarísku
vísindamennirnir frumkvæði að þvi
að tekin yrði til umræðu gerð alþjóð-
legs samkomulags um bann við
notkun á efnum sem hafa áhrif á um-
hverfið i hernaðarlegum tilgangi.
Sovéskir þátttakendur fundarins tóku
undirþessa tillögu. I febrúar ’ 7 3 sam-