Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 109
LEYNDARMÁL LEE HAR VEY OSWALDS
107
hélt líka áfram að kalla sig „kjörinn
til baráttu fyrir verkalýðinn.
Næst var hann sendur til tækni-
þjálfunarmiðstöðvar flugdeildar sjó-
hersins í Jacksonville, Flórída, til þess
að fá þar þjálfun sem radarstarfs-
maður. Þess háttar störf veitir herinn
ekki nema þeim, sem eru vel yfír
meðallagi hvað gáfur snertir. Því næst
fór hann til Keesler herflugvallarins í
Mississippi, þar sem hann var settur á
flutstjórnarnámskeið. Þótt hann
hefði tilhneigingu til að halda sig frá
öðmm á námskeiðinu, kenndi Daniel
Patrick Powers, knattspyrnumaður frá
Minnesotaháskóla, f brjósti um hann
og reyndi að vingast við hann. En Os-
wald var fámáll um sjálfan sig, að
öðru leyti en því að hann sagði að
faðir hans væri látinn og móðir hans
byggi ein. Power minnist þess, að
,,Ossí” notaði næstum öll helgarleyfi
sín til þess að fara til New Orleans,
hátt í 200 kílómetra leið, og gekk út
frá að hann væri að heimskja móður
sína. En á þessum tíma var Margue-
rite 1 Texas og ættingjar Oswalds í
New Orleans minnast aðeins einnar
heimsóknar hans. Það lítur út fyrir,
að hann hafi átt erindi við aðra.
Við prófin í júnx varð Oswald sjö-
undi í bekknum og kom námsfélög-
um sínum þar með á óvart. Opinber-
lega var hann tidaður flugtækni-
maður, og skipaðurí MACS—1, sem
þá varí Atsugiíjapan.
Á austurhluta flugvallarins, um
400 metra frá flugskýlum sjóhersins,
vom um 20 byggingar í þyrpingu,
kallaðar tækniráðgjafardeildin. Þar
var ein af aðalstöðvum CIA í Asíu. Af
þeirri ástæðu var Atsugi „lokaður”
flugvöllur, sem þýddi að starfsmenn á
flugvellinum urðu að hafa vegabréf
sem sýndi, að öryggisefdrlitið vissi
um þá.
ERFIÐIR DAGAR
Eins og flestir óbreyttir og hærra
settir liðsmenn í MACS—1, 117
manns í allt, bjó Oswald í tveggja
hæða herskála úr timbri við austur-
enda vallarins. Herbergisfélagi hans
var Thomas Bagshaw, atvinnu-
maðurí sjóhernum. Bagshaw man vel
eftir því, þegar Oswald kom til
Atsugi. ,,Hann var mjög grannur,
nánast grindhoraður, feiminn og fá-
máll.” Hann kenndi 1 brjósti um
Oswald, þegar sumir félaganna fóm
að stríða honum. Þeir grófari 1
hópnum, sem notuðu fríin sín til að
þjóra á japönskum bömm og verða
sér úti um kvenfólk, töldu Oswald
(sem notaði fyrstu fríin sín til að horfa
á sjónvarp) alls skops maklegan. Þeir
kölluðu hann frú Oswald, köstuðu
honum í sturtu alklæddum og léku
hann grátt á ýmsa lund. Oswald bar
hvorki hönd fyrir höfuð sér né hefndi
sín, hann sneri sér bara frá ofsækjend-
um sínum og lét sem hann vissi ekki
afþeim.
Ekki tóku allir þátt i þessu. Zack
Stout þótti Oswald vera einn þeirra
fáu í hópnum, sem hægt var að halda
uppi skynsamlegum samræðum við,
og sem las alvöm bækur.
Enn einn sjóliði, sem vingaðist við