Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
Magnús Kjartansson fyrrvcrandi
heilbrigðismálaráðherra endurvakti
Manneldisráð árið 1974. Mann-
eldisráð hófst þegar handa um
skipulagningu á neyslukönnun meðal
almennings, en vegna fjárskorts varð
dráttur á framkvæmdum. Núverandi
heilbrigðisráðherra tókst með harð-
fylgi að tryggja ráðinu 1 milljón í
fjáriögum 1977 og fyrir árið 1978
tæpar 4 millj. Neyslukannanir eru
algjör forsenda ráðlegginga um
manneldi og er grannþjóðum okkar
það ljóst.
Manneldisráð hefur á síðasta ári
unnið að viðamikilli neyslukönnun
meðal 10, 12 og 14 ára barna á
Reykjavíkursvæðinu og munu niður-
stöður birtast á næstunni. Enn fremur
mun ráðið bera saman neysluvenjur
unglinga í dag við neysluvenjur
unglinga fyrir 25 og 30 árum.
(Könnun Baldursjohnsen).
Um holdafar Islendinga
Engin vafi leikur á að íbúar lands-
ins eru í ,,góðum” holdum
(Hóprannsókn Hjartaverndar).
íslendingar eru þar keimlíkir öðrum
er lifa í vellystingum, en talið er að
20-30% íbúa iðnríkjanna (börn,
unglingar og fólk á starfsaidri) séu of
þungir, ef reiknað er út frá hæð og
þyngd (hæð í cm. — 100).
Fyrstu ábendingar um ofþyngd
íslendinga voru lagðar fram af
læknum Hjartaverndar á Norrænu
lyflæknaþingi í Reykjavik 1968.
Samanburður var þá gerður á þyngd
KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR
10% JO% 30%
OF ÞUNG OF ÞUNG OF ÞUNG
HÆTTAN AF AÐ VERA FEITUK
er, eins og hér má sjá, meiri fyrir karla en
konur og vex auk þess með auknum ofur-
þunga. Þannig eru 13% fleiri dauðsföll
meðal karla og 9% fleiri meðal kvenna, sem
eru 10% ofþung, en meðal fólks afeðlilegri
þyngd í sama 15—69 ára hópnum. Ef
ofþunginn vex í 20%, stíga tölurnar upp I
25% hærri dánartölu meðal karla og 21%
meðal kvenna, miðað við eðlilega þungt
fólk. I hópi hinna 30% of þungu eru
dauðsföllin 42% tíðari meðal karla og 30%
meðal kvenna.
íslenskra karla (Hóprannsókn Hjarta-
verndar) og þyngd sænskra karla
(Eskiltuna rannsókn 1964-1967)