Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 70
68
skóginn með heittelskaða úlpuna
hans blaktandi um hornin. Hann
hló, svo að bergmálaði meðfram
vatninu í ljósaskiptunum. Hann hló,
svo að tárin streymdu niður kinnar
hans, gripinn svo frumstæðri hláturs-
ÚRVAL
þörf, að jafnvel hann gat ekki skilið
það.
Hann réri heim á leið, einn á ferð í
óbyggðum vatns og skógar. Og með
sjálfum sér smákrimti hann yfir
Sögunni, sem hann ætlaði að segja
þegar hann kæmi heim. ★
Læknir, sem stundum fékk sér einum um of drjúgt neðan í því, var
kvöld eitt kallaður til konu, sem var lasin. Þegar hann fann, að hann
var of kenndur til að geta talið æðaslög hennar, tautaði hann: ,,Of
mikil drykkja, því miður’ ’ — og fór án þess að aðhafast frekar. Næsta
morgun vaknaði hann heldur betur með samviskubit og kvíða og var
að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti afsakað sig fyrir konunni,
þegar barn kom með bréf frá henni. I því stóð þetta:
„Ágæti læknir! Með tilliti til fjölskyldu minnar fer ég þess ein-
dregið á leit við þig, að þú látir orsök veikinda minna ekki fara
lengra. Þótt slík þagmælska verði ekki launuð með fé, bið ég þig að
þiggja það sem þessu bréfí fylgir, sem ofurlítinn vott þess, hve mikils
ég met þagmælsku þína. ’ ’
Og með bréfmu í umslaginu var ávísun ujDp á fimmtíu pund.
Ur A Word-Book of Wine.
Skilti í anddyri fjölbýlishúss: ,,Svo sem þér viljið að aðrir hagi sér
yfiryður, skuluðþérhagayðuryfirþeim.” F. D. Sieslik.
Maður nokkur kom hlaupandi inn í apótek í Skotlandi, og bað um
glas af aspiríni. Hann fékk það, fleygði pundsseðli á borðið og þaut
út. Apótdkarinn hikaði aðeins, og í huga hans urðu skammvinn átök
milli hinnar meðfæddu, skosku ágirndar, og hins meðfædda
heiðarleika. Auðvitað sigraði heiðarieikinn. Apótekarinn þaut út að
glugga, þreif svamp og bankaði í glerið. R. Ross.
Þrautseigur sölumaður hafði gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af
forstjóranum, Eftir langa mæðu tókst honum að ná sambandi við
hann í síma, og bað um stefnumót. ,,Ég hef svo mikið að gera. Fáðu
einkaritarann minn til að gefa þér tíma,” svaraði forstjórinn.
,,Ég er búinn að því, og við áttum yndislegt kvöld,” svaraði
sölumaðurinn. ,,En égþarfsamtað talaviðþig.”
Hann komst að samdægurs.
Úr Tribune.