Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 5
3
Mörgum þykir óþœgilegt að tala við fólk, sem stamar. En
enginn stamar að gamni sínu, og enginn skyldi talinn
kjáni þótt hann hafi þennan ágalla. Hér sjáum við, hvað
maður, sem sjálfur stamar, hefur um þetta aðsegja.
MAÐUR,
SEM STAMAR, SEGIR FRÁ
— Dough Fetherling -
***** RÍNISTI
*
*
*
*
G
segir sogu um
jjl mann, sem stamar.
Hann ætlar að fara á
* fund á fimmtu hæð í
tuttugu og fimm hæða
húsi. Alla leiðina þangað æfir hann
sig að segja „fimmtu hæð, takk.” En
um leið og hann stígur inn í lyftuna,
fer svo sem hann hafði alltaf óttast:
Hann kemur ekki upp nokkru orði.
Lyftuvörðurinn veit ekki hvort
maðurinn er óforskammaður,
mállaus eða stór upp á sig, og ákveður
að lokum að hann sé best kominn
uppi á efstu hæð. Þar fer mann-
auminginn út úr lyftunni og labbar
svo tuttugu hæðir niður til baka.
Tilheyrendur hlæja, og það geri ég
líka. Ekki svo mikið að þungamiðju
sögunnar, heldur vegna þess að mér
þótti ég þekkja það sem lýst var. Ég
stama sem sé sjálfur. Að vísu ekki eins
mikið og ég gerði, en ég hef iðulega
hlaupið niður býsna marga stiga og
gramist hjálparleysi mitt. Sagan
minnti mig líka á fleiri vandamál,
sem sér hver stamari þekkir
áreiðanlega af eigin raun, en öðrum ,
flýgur varlaí hug.
Áður en við fengum sjálfvirkan