Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 95
LEYNDARMÁL LEE HAR VEY OSWALDS
★ Hvernig og hvenær frétti KGB
fyrst af Oswald?
★ Hvernig var gengið úr skugga
um, að Oswald væri áreiðanlegur?
★ Datt KGB nokkurn tíma í
hug, að Oswald kynni að vera flugu-
maður bandarískrar leyniþjónustu?
★ Hvenær var úrskurðað að
KGB hefði engan áhuga á Oswald og
hver úrskurðaði það?
★ Bauðst Oswald nokkurn tíma
til að veita Sovétmönnum upplýsing-
ar um sjóher Bandaríkjanna eða
önnur mikilsverð málefni? Reyndi
KGB ekki að fá þvílíkar upplýsingar
og ef svo, þá hvers vegna ekki?
Fast að fjórðungur spurninganna
var um konu Oswalds, Marínu, sem
Nósenkó hafði verið harla sagnafár
um. Til dæmis: Hvernig stóð á því að
það var svo auðvelt fyrir Marínu að fá
að ganga að eiga útlending og flytja
úr landi með honum? Hafa ekki
sambærileg tilvik á liðnum árum leitt
til langdreginna og oft árangurslausra
samningaumleitana við stjórn Sovét-
ríkjanna?
Sérlegur sendiboði fór með þessar
44 spurningar til FBI til þess að fá það
samþykki, sem Hoover krafðist að fá
að leggja á sérhverja spurningu, áður
en hún yrði lögð fyrir Nósenkó. CIA
til vonbrigða þverneitaði Hoover.
Fulltrúi hans hjá FBI tilkynnti
einfaldlega, að þessara 44 spurninga
,,yrði ekki spurt.” CIA mótmælti, en
fulltrúinn hjá FBI, sagði að Hoover
væri óhagganlegur. Það lengsta, sem
hann gekk, var að segja að , ,þegar þar
93
að kæmi’ ’ myndi FBI sjálfsagt sjá um
þessi atriði.
Einmitt á þessum ríma vom starfs-
menn Warrennefndarinnar farnir að
hafa stvaxandi áhyggjur af ósamræmi
í framburði Marínu Oswald. Hún
hafði haldið því fram að hún vissi
ekki nafn föður síns og lét aðeins
lítilfjöriegar upplýsingar í té um ætt-
menni sín. Frændinn, sem Marína
bjó hjá í Minsk áður en hún gekk að
eiga Oswald, hafði foringjatign t
Innanríkisráðuneytinu (MVD), sem
bar ábyrgð á lögum og reglu innan-
lands I Sovét. Samt hélt Marina því
fram, að hann hefði ekki stutt þau
Oswald til að koma giftingunni í
kring eða fá brottfararleyfi frá Sovét.
Öllu alvarlegra var þó, að nú var
ljóst að hún hafði sagt ósatt f yfir-
heyrslum FBI þær tíu vikur sem hún
hafði orðið að sitja fyrir svömm hjá
þeim eftir morðið á Kennedy. Hún
viðurkenndi nú að hafa eyðilagt,
daginn eftir morðið, mynd af
Oswald með byssu sína. Hún hafði
setið á sönnunargögnum um að
Oswald hefði reynt að myrða
Edwin Walker, yfirhershöfðingja,
sjö mánuðum fyrir morðið á Ken-
nedy. Hún hafði ranglega neitað að
vita um ferð Oswalds til Mexikó
1963.
Norman Redlich, málafræðslu-
maðurinn, sem sá um yfirheyrslurnar
yfir ekkju Oswalds fyrir nefndina, dró
þetta saman t skýrslu sinni: „Marína
Oswald hefur logið að leyniþjón-
unstunni, FBI og þessari nefnd hvað