Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 113
LEYNDARMÁL LEE HARVEY OSWALDS
111
um, og er ennþá sannfærður um, að
Oswald hafi sviðsett þetta allt saman
til þess að komast aftur til Japan.
, ,Oswald þótti gott að vera í Japan og
vildi vera þar. Ég held að hann hafi
hleypt af rifflinum tii að losna.
Oswald var enginn heimskingi. ’ ’
Nú var Oswald sendur á herflug-
völl í Iwakuni, um 700 kílómetra suð-
vestur af Tóldó. Owen Dejanovich,
knattspyrnumaður frá Chicago,
mundi eftir honum frá radarskólan-
um í Keesler og reyndi að endurnýja
kunningsskapinn. Hann fann fljótt,
að Oswald var orðinn ótrúlega
beiskur og allt öðru vlsi en hann hafði
áður verið. Þegar hann talaði um sjó-
liðana á vellinum sagði hann alltaf
,,þið ameríkanarnir” eins og hann
væri útlendingur, sem kæmi við
eiginlega ekki við, segir Dejanovich.
Hann notaði mikið slagorð um
„ameríska heimsvaldastefnu” og
„arðrán”, en Dejanovich áleit á
þessum ríma að Oswald, sem hann
kallaði ,,Bugs,” gerði þetta aðeins til
að hneyksla hina sjóliðanaí Iwakuni.
Á kvöldin sá Dejanovich Oswald
stundum á tali við fallega konu, kyn-
blending af hvltu og gulu. ,,Hún var
alltof falleg fyrir Bugs,” sagði hann,
og velti því fyrir sér hvers vegna svona
fögur stúlka, greinilega engin venju-
leg barstúlka, sóaði ríma sínum á
óbreyttan sjóliða. Öðrum sjóliða í
hópnum, Dan Powers, skildist á
Oswald að hún væri hálfrússnesk og
væri að kenna honum rússnesku. Án
þess að félagarnir vissu var Oswald á
þessum ríma að búa sig undir að
strjúka til Sovétríkjanna — eða svo
sagði hann blaðamönnum þegar
hann kom til Moskvu ári síðar.
„FÉLAGI OSWALDSKOVITS”
I árslok 1958 sneri Oswald aftur
heim til Bandaríkjanna og dvaldi 30
daga í orlofí í Fort Wotth í Texas með
móður sinni, en slóst í fylgd með
nýjum hópi, MACS—9, í Santa Anaí
Kaliforníu rétt fyrir jólin.
25. febrúar 1959 gekk Oswald
undir hæfnipróf í rússnesku á vegum
flotans. í lestri fékk hann +4, sem
þýddi, að hann hafði svarað fjórum
spurningum fleiri rétt en rangt. I
skrifuðu máli fékk hann +3, en í
skilningi á mæltu máli var hann
lakari, fékk -5. Þótt meðaltalseink-
unnin væri léleg, miðað við þá sem
stundað höfðu rússnesku við mála-
skóla, sýndi hún að hann hafði lært
grundvöllinn að erfiðu framandi
máli, og enginn af búðafélögum hans
í Japan minnist þess að hann hafi
notað linguaphone eða plötur til að
læra rússnesku. Það bendir til þess, að
hann hafi fengið einhverja einka-
kennslu.
Innan við mánuði eftir rússnesku-
prófið gekk hann undir próf sem
veitti honum jafngildi menntaskóla-
prófs og gerði honum kleift að ganga
í háskóla. Jafnhliða stundaði hann
rússneskunám. Sjóliðarnir, sem
bjuggu með Oswald 1 Quonset köll-
uðu hann Oswaldskovits og hann tók
þátt í leiknum með því að kalla þá
félaga” og svara með ,,da” og