Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 20

Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL áður hafði líka kennt mér. Vera og Coletta ræddu saman mörgum sinnum, og svo var borið á milli til Nurejevs og mín. I London varð þetta eitthvað á þessa leið: Colette: ,,Hann vill dansa móti þér.” Ég: ,,Ég ég hef beðiðjohn Gilpin að dansa móti mér. Spurðu Veru, hvort hann sé góður dansari. ’ ’ Næsta dag: Coletta: ,,Vera segir, að hann haldi stíft við að dansa móti þér, og að hann sé stórkostlegur. ’ ’ Ég: ,,Mér finnst hann hljóta að vera þreytandi. Hvers vegna vill hann dansa við mig! Hann er aðeins tuttugu og þriggja ára, og ég hef aldrei á ævinni séð hann. ’ ’ Colette: ,,Það er sagt, að hann hafí þvllíka persónutöfra, að hann þurfi ekki annað en ganga inn á sviðið og lyfta handleggjunum, þá sjái maður strax fyrir sér svanina við vatnið. Vera sagir að hann sé snillingur. Hún segir, að hann haft „nasvængi.” Þú veist, að allir snillingar hafa einstaka nasvængi.” Og hún þandi út sína nasvængi til að sýna mér. Hann féll frá kröfu sinni um að dansa móti mér — bili. En svo komu önnur tilmæli: Vildi dansa- höfundurinn okkar, Fredrick Ashton, semja nýjan sólódans handa honum? Fred féllst á það, með nokkrum semingi þó, og samningar tókust. Rudolf lá mikið á að kynnast London, svo við buðum honum að koma með leynd og búa í sendiráði Panama í þrjá daga undir fölsku nafni, svo fréttamiðlarnir fengju ekki pata af heimsókn hans. Hann átti að koma klukkan hálf sex síðdegis. Klukkan hálf fjögur hringdi síminn. „Þetta er Nurejev,” sagði djúp rödd með miklum hreim. ,,Hvar ertu?” spurði ég. ,,Ég er einn klukku- tíma í flughöfn London,” sagði hann á bjöguðu máli. ,,0, við áttum ekki von á þér fyrr en seinna,” sagði ég. ,,Bíddu þarna, ég skal senda bílinn strax.” ,,Ég tek leigubíl,” sagði hann. ,,Nei, það skaltu ekki gera. Það er of flókið. Bíddu, þar sem þú ert. ’ ’ Og bílstjórinn okkar þeyttist af stað út á flugvöll. Þremur stundarfjórðungum seinna hringdi síminn aftur. ,,Þetta er Nurejev,” sagði hann. „Hefur bíl- stjórinn ekki fundið þig?” „Nei.” Svo kom hann. Hann tók leigubíl. Hann virtist minni en ég hafði hugsað mér. Andlit hans var smátt og tekið, og húðin einkennilega föl. Ég tók strax eftir nasvængjunum. Meðan við sátum og drukkum te, reyndi ég að mynda mér skoðun um hann. Ég sá, að hann var líka að meta mig. Hann var mjög kurteis og talaði einkar skýrt, þótt orðaforði hans á ensku væri takmarkaður. Andlitið endurspeglaði sérhverja hugsun og var sífelldum breytingum undirorpið. Nokkmm sinnum kom kaldur glampi í augun. Ég veit núna, að hann stafaði af óttanum, sem alltaf blundaði rétt undir yfirborðinu, tilbúin að hrökkva upp af blundinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.