Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 69
INDJÁNINN OG ELGURINN
réri af öllum kröftum að skelfdu
dýrinu. Hann ætlaði að róa upp að
því og sálga því með öxinni sinni.
Þegar hann var kominn á hlið við
elginn, lagði hann bátnum nær
honum, þar til aðeins var um meter
á milli þeirra. Þótt hann ætti það á
hættu að eintrjáningnum hvolfdi
undir honum eða stóru hornin yrðu
honum að skaða greip hann öxina og
reiddi hátt á loft til að færa í enni
elgsins.
En hvernig sem á því stóð, hvort
heldur að axarskaftið var vott og hált,
eða að hann var of fljótur á sér, þá
mislukkaðist lagið gersamlega. Öxin
flaug úr höndum hans og sökk til
botns.
Nú gerðist Isaac reiður. En jafn-
hliða fann hann spenninginn og
frumstæða bardagagleðina ólga í
blóði sínu. Hann skeytti engu um
hættuna en réri aftur fast upp að
dýrinu. Hann greip um hlaupin á tví-
hleyptu haglabyssunni sinni og
sveiflaði henni eins og kylfu. Krakl
Byssuskeftið skall á hyrndum
hausnum og hrökk í tvennt þar sem
það var mjóst. Fórnardýrið deplaði
aðeins augunum og buslaði ákafar en
nokkru sinni fyrrí vatninu.
Indjáninn lét nú alla skynsemi
lönd og leið. Hann ætlaði að vinna á
þessum elg. Hann þreif árina og réri
og réri. Allt í einu flaug honum
nokkuð í hug, sem hann hafði heyrt
gamlan veiðimann segja: Ef maður
getur einhvern veginn hulið augu
67
elgsins, meðan hann erí vatni, verður
hann ofsahræddur og drukknar.
Isaac var svo snar í snúningum, að
báturinn missti ekki mikla ferð
meðan hann sleppti árinni andartak,
svipti af sér hettuúlpunni góðu og
fleygði henni fyrir framan sig í
bátinn. Svo tók hann snertiróður og
enn einu sinni fast að dýrinu. Hann
valdi stund þegar vel stóð á áralagi og
fleygði úlpunni yflr hausinn á
elgnum.
Gullinrauður dýrgripurinn sveif í
loftinu en kræktist svo í grein á horni
dýrsins, að hálfu upp úr en að hálfu í
kafl. I sama bili lyftist úlpan upp úr
vatninu aftur, þegar elgurinn fékk
allt í einu fast undir fætur, og
skepnan slagaði upp á grynningarnar.
Og Isaac ætlaði varla að trúa sínum
eigin augum, þegar þessi skepnu-
hlussa herti á sér, þaut inn á milli
trjánna — og var þar með horfln.
Hann lét örmagna fallast niður 1
eintrjáninginn og réri kjökrandi
fram og aftur á hnjánum. Hann var
gegndrepa, byssan hans brotin, öxin
lá einhvers staðar á vatsnbotni. Og
úlpan hans? Hann rétti úr sér. Hann
greindi ennþá brothljóð greina, sem
brustu í fjarska, en lét sem hann
heyrði það ekki. Það varð að bíða
betri dags að eltast við elginn og
úlpuna. Hann andvarpaði þungan,
niðursokkinn í hugsanir sínar. Allt I
einu fór hann að hlæja. Hann sá fyrir
hugskotsjónum sér hvað það hafði
verið ótrúlega hlægilegt að sjá elginn
geysast upp úr vatninu og inn í