Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 69

Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 69
INDJÁNINN OG ELGURINN réri af öllum kröftum að skelfdu dýrinu. Hann ætlaði að róa upp að því og sálga því með öxinni sinni. Þegar hann var kominn á hlið við elginn, lagði hann bátnum nær honum, þar til aðeins var um meter á milli þeirra. Þótt hann ætti það á hættu að eintrjáningnum hvolfdi undir honum eða stóru hornin yrðu honum að skaða greip hann öxina og reiddi hátt á loft til að færa í enni elgsins. En hvernig sem á því stóð, hvort heldur að axarskaftið var vott og hált, eða að hann var of fljótur á sér, þá mislukkaðist lagið gersamlega. Öxin flaug úr höndum hans og sökk til botns. Nú gerðist Isaac reiður. En jafn- hliða fann hann spenninginn og frumstæða bardagagleðina ólga í blóði sínu. Hann skeytti engu um hættuna en réri aftur fast upp að dýrinu. Hann greip um hlaupin á tví- hleyptu haglabyssunni sinni og sveiflaði henni eins og kylfu. Krakl Byssuskeftið skall á hyrndum hausnum og hrökk í tvennt þar sem það var mjóst. Fórnardýrið deplaði aðeins augunum og buslaði ákafar en nokkru sinni fyrrí vatninu. Indjáninn lét nú alla skynsemi lönd og leið. Hann ætlaði að vinna á þessum elg. Hann þreif árina og réri og réri. Allt í einu flaug honum nokkuð í hug, sem hann hafði heyrt gamlan veiðimann segja: Ef maður getur einhvern veginn hulið augu 67 elgsins, meðan hann erí vatni, verður hann ofsahræddur og drukknar. Isaac var svo snar í snúningum, að báturinn missti ekki mikla ferð meðan hann sleppti árinni andartak, svipti af sér hettuúlpunni góðu og fleygði henni fyrir framan sig í bátinn. Svo tók hann snertiróður og enn einu sinni fast að dýrinu. Hann valdi stund þegar vel stóð á áralagi og fleygði úlpunni yflr hausinn á elgnum. Gullinrauður dýrgripurinn sveif í loftinu en kræktist svo í grein á horni dýrsins, að hálfu upp úr en að hálfu í kafl. I sama bili lyftist úlpan upp úr vatninu aftur, þegar elgurinn fékk allt í einu fast undir fætur, og skepnan slagaði upp á grynningarnar. Og Isaac ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, þegar þessi skepnu- hlussa herti á sér, þaut inn á milli trjánna — og var þar með horfln. Hann lét örmagna fallast niður 1 eintrjáninginn og réri kjökrandi fram og aftur á hnjánum. Hann var gegndrepa, byssan hans brotin, öxin lá einhvers staðar á vatsnbotni. Og úlpan hans? Hann rétti úr sér. Hann greindi ennþá brothljóð greina, sem brustu í fjarska, en lét sem hann heyrði það ekki. Það varð að bíða betri dags að eltast við elginn og úlpuna. Hann andvarpaði þungan, niðursokkinn í hugsanir sínar. Allt I einu fór hann að hlæja. Hann sá fyrir hugskotsjónum sér hvað það hafði verið ótrúlega hlægilegt að sjá elginn geysast upp úr vatninu og inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.