Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 84
82
ÚRVAL
★ Hver var sá dularfulli KGB flóttamaður,
sem komþjóðsögunniákreik?
★ Hvers vegna var FBI svo áfram um að
keyra söguna ígegn sem sannleika?
★ Hvers vegna lagði FBI blátt bann við
því, að spurningalisti sá, sem sérfræðingar
CIA, fullir grunsemda um , ,flóttamanninn ’ ’
höfðu samið, yrði lagður fyrir hann ?
★ Hvers vegna rannsakaði Warren-
nefndin aldrei ,,þjóðsöguna” — eða þótt
ekki hefði verið nema sá hluta hennar, sem
kannaðidvöl Oswalds íSovétríkjunum?
20. janúar 1964 stéjúrí ívanóvits
Nósenkó út úr flugvél Aeroflot í Genf
með þá vissu að ef allt færi að áætlun,
myndi hann aldrei framar sjá heimili
sitt í Moskvu, né konuna og börnin
tvö, sem hann hafði skilið eftir. Hann
komst auðveldlega gegnum sviss-
nesku vegabréfsskoðunina á dipló-
matapappírunum sínum. Opin-
berlega var hann fulltrúi á 17 þjóða
afvopnunarráðstefnu sem hefjast átti
næsta dag.
Þegar hann hafði komið sér fyrir á
Rex hótelinu í Genf, fór hann í
gönguferð. Hann valdi sér hliðar-
götu, fór inn í almenningssímaklefa,
hringdi í símskeytaafgreiðsluan og las
fyrir dulmálsskeyti. Deild innan
leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA,
hafði beðið eftir þessu skeyti i 19
mánuði. Á næstu afvopnunar-
ráðstefnu á undan, í júní 1962, hafði
Nósenkó sett sig í samband við CIA
og boðist til að njósna fyrir hahaþegai