Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
Saga danslistarinnar varð auðugri, þegar þessar tvær
dansstjörnur fundust. Hér segir Margot Fonteyn sjálf frá
hinni sérstæðu vináttu þeirra.
UNG A NY MEÐ
RUDOLF NUREJEV
— Margot Fonteyn —
* ðvenju löngum starfs-
^ ferli mínum hef ég dans-
ri. að með mörgum félög-
vjé um, sem bæði voru fall-
'*' egir og góðir. En fáeinir
þeirra hafa haft sérstaka þýðingu fyrir
mig. Ég man svo greinilega, hvernig
samstarfið við þann síðasta þeirra
hófst.
Það var 1961. Ég dansaði þá við
Konunglega ballettinn í Englandi, og
mig skorti hvorki fé, frægð né vini.
En best af öllu var þó, að svarteygður
diplómat frá Panama, Roberto (Tító)
Arias, hafði unnið hjarta það, sem sat
bak við fellt yflrbragð dans-
meyjarinnar. Txtó hafði ekki farið
þess á leit við mig, að ég legði
dansinn á hilluna, þegar við giftum
okkur, en dansferðirnar voru langar
og út um allan heim, og smám saman
varð aðskilnaðurinn mér ansi erfiður.
Þar við bættist, að meiðsli á vinstri
fæti oili mér miklum kvölum. Ég
horfði á sjálfa mig í spegli og fann, að
ég gæti ekki dansað miklu lengur. Ef
einhver hefði sagt mér, að fimmtán
árum seinna, 55 ára gömul, myndi ég
dansa með ungum snillingi, sem ég
hafði ekki einu sinni heyrt um ennþá,
hefði ég talið það fjarstæðu. En eins
og einn vina minna sagði einu sinni:
m
— Endursagt og stytt úr Sjálfsævisögu Margöt Fonteyn —