Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
Richard Helms
rannsókn í máli Oswalds.”k 10.
desember 1963 skýrði Gale frá því, að
„Oswald hefði átt að vera á öryggis-
eftirlitslista, yfirheyra hefði átt
konuna hans fyrir morðið, og könnun
málefna Oswalds aukin — ekki látin
liggja í láginni — eftir að hann varð
uppvís að því að hafa samband við
sovéska sendiráðið í Mexikó. ’ ’
Þetta síðasta atriði var sérlega
mikilvægt. Þegar Oswald heimsótti
kúbanska sendiráðið í Mexikó í
október 1963, innan við tveim
nánuðum fyrir morðið, hleraði CIA
símtal þar sem hann ákvað stefnumót
við Valerí Vladimiróvits Kostíkof,
„sendiráðsstarfsmann.” Þetta var
tilkynnt til FBI.
FBI vissi fyrir milligöngu „tvívirks
njósnara’ ’ — njósnara sem vann fyrir
sovétmenn en stundaði njósnir í
þágu Bandaríkjanna hjá þeim — að
Kosríkof var ekki bara venjulegur
sendiráðsstarfsmaður, heldur hátt
setturfélagi 113. deild inna KGB, og
átti mikinn þátt í stjórn og
skipulagningu starfs hermdar-
verkamanna 1 Mexikó og Band-
aríkjunum.
Hoover brást við þessari skýrslu
með því að veita fjölda starfsmanna
FBI persónulega áminningu, en fór
þó leynt með það. Þegar einn þessara
manna bar bréflega hönd fyrir höfuð
sér með þvl að segja, að mál Oswalds
hefði ekki verið þess eðlis, að það
gerði kröfu til að hann yrði settur á
eftirlitslista, svaraði Hoover: „Enginn
með réttu ráði haldið því fram, að
mál Oswald hafí ekki verið þess
eðlis.” Á einum stað skrifaði hann að
þeir, sem sameinast hefðu um
afglöpin 1 rannsókn á máli Oswalds
hefðu ,, varanlega skaðað álit FBI sem
fyrsta flokks rannsóknarstofnunar.
Ef FBI átti að lifa þetta af, mátti
alls ekki spyrja út 1 tengsl Oswalds og
sovésku leyniþjónustunnar, jafnvel
þótt þau tengsl reyndust forseta-
morðinu algerlega óviðkomandi.
Meðan hægt var að sannfæra almenn-
ing um að Oswald hefði verið
vinalaus sérvitringur, án nokkurra
tengsla við njósnir og neðanjarðar-
starfsemi, var ekki hægt að álasa FBI
fyrir að hafa ekki efti'rlit með honum.
Ef aftur á móti hin nýskipaða
Warrennefnd kæmist að þeirri niður-
stöðu, að Oswald hefði haft eitthvert