Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 87
LEYNDARMÁL LEE HAR VEY OSIVALDS
8Ó
Kennedy, Bandaríkjaforseti, var
myrtur. Hann hafSi fallið fyrir kúlu
frá Lee Harvey Oswald, en síðan
sjálfur verið veginn af Jack Ruby.
Skýrslan sem CIA hafði um Oswald
fram að forsetamorðinu, leiddi aðeins
í ljós að hann var 24 ára New Orleans-
maður, sem eftir þjónustu í banda-
ríska flotanum hafði verið leystur frá
herskyldu og síðan flúið til Sovét-
ríkjanna, þar sem hann hafði búið I
borginni Minx í tvö og hálft ár. Eftir
að hafa gengið að eiga konu af
sovésku bergi, Marínu Prúsakóvu,
hafði hann haft hana með sér heim til
Bandaríkjanna í júní 1962. Síðasta
innfærslan á skýrsluna hans áður en
hann var handtekinn eftir forseta-
vígið fjallaði um það að CIA stöð í
Mexikó hafði veitt því athygli að
Oswald hafði hringt frá kúbanska
sendiráðinu í Mexikó City til sovéska
sendiráðsinsí sömu borg.
Morðið á Oswald skyldi eftir eyðu
í rannsókn forsetamorðsins.
Lykilspurningar eins og hvers vegna
Oswald hefði yfírleitt flúið til Sovét-
ríkjanna, hvaða (ef eitthvert) sam-
band hefði verið milli Oswalds og
sovésku leyniþjónustunnar, og hvort
einhver saga hefði verið tilreidd af
hálfu KGB um endurhvarf Oswalds
til Bandaríkjanna til að gera það
sennilegt — allar þessar spurningar
voru gersamlega í lausu lofti og engin
leið að fínna svör við þeim.
Afleiðingin varð sú, að sívaxandi
kjaftasögur um morðin lögðu undir
sig dálka blaða og tímarita og jafnvel
fréttatíma útvarps og sjónvarps —
frumskógur af vindhöggum í allar
áttir um vinstra ofstæki eða hægta of-
stæki, glæpastarfsemi, FBI, CIA og
KGB.
EINS OG Nósenkó væri að lýsa
ósköp venjulegum viðburði, sagði
hann frá því að KGB hefði ekkert um
Oswald vitað fvrr en hann skaut upp
kollinum t Moskvu og sagði Intourist-
leiðsögumanninum sínum að hann
ætlaði að afsala sér bandarískum ríkis-
borgararétti og sækja um sovéskan.
Nósenkó sagði að það hefði ekki verið
fyrr en þá, að KGB ákvað að ,.kanna
mál Oswalds til að komast að því,
hvaða deild KGB kynni að hafa not
fyrirhann.”
Og hver var niðurstaða KGB urn
Oswald?
,,Niðurstaðan varð sú. að Oswald
væri leyniþjónustunni einskis verður,
svo KGB mælti með þvt að honum
yrði gert að snúa aftur heim til
Bandaríkjanna.”
Hvers vegna var honum þá leyft að
dvelja austan tjalds í tvo og hálft ár?
Nósenkó sagði, að þegar Oswald
hefði frétt af brottvísuninni, hefði
hann ,,gerst svo dramatlskur að skera
á úlnliðsslagæðarnar. Þar sem
sovéskum yfirvöldum leist ekki á til
hverra ráða Oswald myridi grípa, ef
honum yrði neitað um hæli, ákváðu
sovétmenn að veita honum tíma-
bundið dvalarleyfi.”
CIA maðurinn hélt áfram: En
hvers vegna var Oswald sendur frá
Moskvu til Minsk?