Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 119
LEYNDARMÁL LEE HAR VEY OSWALDS
117
kapítalistastjón Bandaríkjanna steypt
afstóli...
...Verkalýðurinn verður að stofna
sambönd móti vinnuveitendum í
Bandaríkjunum, vegnaþess að stjórn-
in styður hagkerfi, sem grundvallast
á. augðunarkapphlaupi, sem byggist
á endalausum vítahring kreppu, verð-
bólgu, óendanlegs brasks og stríðs-
reksturs.”
Hann hélt áfram: ,,Mig langar að
þú skiljir, að það sem ég segi nú, er
ekkert sem ég slæ fram í stundar-
gremju, eða í fávisku, því ég hef verið
í hernum eins og þú veist, og ég veit
hvernig stríð er. Ef til stríðs kæmi,
væri ég reiðubúinn að drepa hvern
þann ameríkana, sem færi 1 ein-
kennisbúning til varnar bandarísku
stjðrninni — sama hver hann væri.
Þetta bréf kom fram í Washington
DC, meðal bréfa frá Moskvu sem
ævinlega fóru um hendur ákveðinnar
deildar CIA, undir gagnnjósnadeilc
Angletons. Það kom greinilega fram 1
bréfinu, að Oswald hafði gefíst gest-
gjöfúm sínum fullkomlega á vald.
Hann var pólitískur flóttamaður,
hafði afsalað sér ríkisfangi, skýrt frá
hernaðarleyndarmálum og afneitað
fósturjörð sinni og fjölskyldu. Orlög
hans voru nú að fuilu í höndum
Sovétmanna. Hann var þeim háður
um stöðu og stétt, um lífsviðurværi
og vernd. Hann var, eins og James
Angleton sagði seinna, ,,í greip
þeirra — og þeir gátu kreist hvenær
sem þeim sýndist.
Bróðir hans fékk stutt bréf frá
honum nokkrum vikum seinna, þar
sem hann sagðist vera að flytja af
Metropole hótelinu. Hann sendi
móður sinni líka stutta orðsendingu.
Eftir það heyrðist ekki frá honum í
rúmt ár.
I næsta blaði verður sagt frá þeim
Oswaldshjónum heima í Bandaríkj-
unum, þar sem gekk á ýmsu fyrir
þeim. Sagt verður frá því hvernig
rannsóknin á máli Nósenkós endaði
og er ekki annað líklegra, en þau
endalok komi nokkuð á óvænt.
Ýmislegt fleira kemur fram í þessari
vönduðu rannsókn á einu dularfyllsta
máli okkar ríma. ★
Bókasafn vinkonu minnar var orðið að engu, vegna þess að allir
fengu lánaðar hjá henni bækur og fæstir mundu eftir að skila þeim.
Svo hún fann upp gott ráð til að ná þeim til baka: Hún sendi
hverjum þeim, sem hún vissi að höfðu fengið léðar hjá henni bækur,
eftirfarandi bréf: ,,Eg var sá klaufi um daginn að gleyma að taka hjá
þér bækurnar, sem ég lánaði þér, þótt ég sæi þær í hillunni hjá þér.
Viltu nú ekki gera mér þann greiða að setja þær 1 póst, og ég skal þá
skila bókunum, sem þú átt hjá mér. ”
Nú er hún búin að fá allar bækurnar sínar, og 12 1 viðbókt, sem
hún hafði aldrei séð áður. V. C.