Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 105
LEYNDARMÁL LEE HARVEY OSWALDS
103
vanda, sem að henni steðjaði af fram-
burði Nðsenkós og efasemdum um
hann. (Fundargerð frá þessum fundi
er ennþá leyndarmál.) Þar var
ákveðið, að Nósenkð skyldi ekki vera
látinn bera vitni né nokkur starfs-
manna nefndarinnar yflrheyra hann.
Skýrsla FBI um hann skyldi standa,
en komið fyrir í þjóðskjalasafni ásamt
öðrum gögnum nefndarinnar, sem
ekki komu fram í skýrslu hennar.
Nefndin myndi þannig næstum
eingöngu reiða sig á þær upplýsingar
um hið dularfulla „rússneska tíma-
bil” I ævi Oswalds, sem fram komu í
dagbók, sem fannst í dóti Oswalds,
opinberri skýrslu frá sovésku
stjórninni. (Þetta var ákveðið þrátt
fyrir þá staðreynd, að sovétstjórn var
grunuð um að ganga svo langt að
senda „gerfiflóttamann” til að villa
um, svo næstum augljóst mætti
teljast, að skýrsla stjórnarinnar var
mjög svo málum blönduð.)
Johnson forseti heimtaði skýrsluna
útgefna í september, í tæka tíð fyrir
forsetakosningarnar í nóvember, og
nú var þegar komið fram að júlí.
Handritið varð að vera til innan mán-
aðar, sagði Warren. Með þennan
stutta fyrirvara í huga, var starfslið
nefndarinnar í vandræðum með
hvernig ganga skyldi frá sovéska þætt-
inum. Þar virtist aðeins stór eyða, þar
sem engin vitni var að fá. (Oswald
kynntist Marínu ekki fyrr en eftir að
hann hafði ákveðið að „flýja” aftur
heim til Bandaríkjanna 1961.)
William Coleman, jr., og W.
David Slawson, sem áttu að skrifa
þennan hluta skýrslunnar, komust að
þeirri niðurstöðu að Oswald hefði
sennilega tekið að leggja drög að
flótta sínum, meðan hann var í sjó-
hernum í Austurlöndum. „Þannig,”
sögðu þeir, „eru líkur til að Oswald
hafi komist í kynni við flugumenn
kommúnista á þessum ríma. Japan
sýnist einkar líklegur staður til þess,
sérstaklega vegna þess að kommún-
istaflokkurinn þar er opinn og
virkur.” Ef þannig kynni höfðu
komist á og sovéska leyniþjónustan
hefði hvatt Oswald til að flýja, myndi
það bregða gersamlega nýju ljósi á at-
hafnir hans fyrir morðið. En til þess
að komast að þessu varð að kanna
hvaða upplýsingum með njósnagildi
Oswald hefði haft aðgang að, og til
þess varð að rannsaka veru hans í
Japan til hlítar.
Yfir hundruð manns höfðu verið í
hópi með Oswald. Sérhver þeirra gat
búið yfir vitneskju sem mikilvæg
mátti teljast til að raða saman
myndinni um Oswald og skyndilega
för hans til Sovét. En þar sem aðeins
fáir dagar voru til stefnu til þess að
ljúka við skýrsluna, gerðu starfsmenn
nefndarinnar sér ljóst að ekki væri
tími til að hafa uppi á og yfirheyra
þessi týndu vitni. Endirinn varð sá, að
nefndin yfirheyrði aðeins einn þeirra,
sem hafði verið með Oswald á radar-
stöðinni í Japan — og þá aðeins í fáa
mánuði.