Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
arkítektaskólans. Hann vissi, að i
þeim var lykillinn að framtíð Varsjár
fólginn.
Allan þann tíma, sem þjóðverjar
hersátu borgina, skrifaði Stanislav
Lorentz, framkvæmdastjóri pólska
þjóðminjasafnsins, ýmsar upplýsingar
og athugasemdir á litla miða og
safnaði þeim saman ásamt dagsetn-
ingum, nöfnum, tölum og Ijós-
myndum, og allt var þetta um lista-
verk og listmuni, sem voru í háska.
Um nætur laumaðist hann ofan i
geymsluklefa safnsins og faldi þessar
upplýsingar innan um ramma og
léreft gamalla og verðlausra
málverka.
En sagan þusti fram með
ógnvænglegum hraða. 1943 var
gyðingahverfi Varsjár jafnað við
jörðu. Afgangurinn af bænum fylgdi
eftir i september 1944, þegar þjóð-
verjar hófu skipulega eyðileggingu
borgarinnar undir persónulegri stjórn
Heinrichs Himmlers. Allar
byggingar, sem ennþá stóðu, vom
merktar með rauðmáluðum
númerum, sem sýndi í hvaða röð átti
að geraþærað engu.
Zachwatowics varð að ijúka sér-
stæðu ætlunarverki sínu, áður en
þjóðverjar gætu lokið sínu. Hann
ruddi sér braut gegnum rjúkandi
rústir tækniháskóla Varsjárborgar og
einn sins liðs hlóð hann korta- og
skjalasafninu á vörubíl, sem hann
hafði tekið á leigu. Þegar hann var
kominn út fyrir borgina, ók hann til
járnbrautarstöðvar, þar sem stöðvar-
formaðurinn lagði honum til flutn-
ingavagn undir kassana. Vagninn
var síðan tengdur við lest og
laumulega frátengdur aftur í iðnaðar-
bænum Piotrikow Trybunalski. Þar
földu Zachwatowics og tveir félagar
hans framtlð Varsjár í nokkrum tóm-
um líkkistum í klausturkjallara.
Þegar síðustu þýsku liðssveitirnar
yfirgáfu Varsjá 16. janúar 1945, voru
85% borgarinnar gersamlega í
rústum. 800 þúsund íbúanna voru
ekki lengur i tölu lifenda, og þeir,
sem eftir lifðu, vom ýmist flúnir eða
höfðu verið fluttir burtu með valdi.
Smám saman fór fólkið að koma aft-
ur. ,,Fyrstu mánuðina urðum við að
bjargast eftir bestu getu,” segirjerzy
Grabowski, hár og mjög grannur
verkfræðingur, sem nú stendur á
áttræðu. Við bjuggum i skútum,
kjöllurum og múrbrotum, þar sem
enn stóðu tvö veggjabrot uppi.
Hámarkshitinn var frostmark, og um
nætur fór hann niður í 20 kulda-
gráður.”
Bráðabirgðastjórnin, sem komið
hafði verið á laggirnar í einni útborg-
inni, var svo framsýn að útnefnajan
Zachwatowics þjóðminjavörð og
Stanislaw Lorentz æðsta yfirmann
allra safna og minnismerkja landsins.
Þessir tveir gömlu vinir vom staðráðn-
ir í því að leiða það starf til lykta, sem
þeir höfðu hafist handa um. ,,Menn
verða að gera sér Ijóst, ’ ’ segir Zachwa-
towics með áherslu, ,,að við ætluðum
ekki að búa til loftkastala. Við