Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 99
LEYNDARMÁL LEE HAR VEYOS WALDS
97
sér nýju CIA skýrsluna, sá hann að til
þess að trúa sögu Nósenkós, var
nauðsynlegt að gleypa heila röð af
tilviljunum: Þá tilviljun að
Nósenkó, fyrsti maðurinn, sem CIA
hafði fengið úr annarri miðnefnd
KGB, reyndist vera sá sem hafði yflr-
umsjón með gögnunum um Oswald,
þá tilviljun að Nósenkó hafði verið
valinn til að stjórna rannsókn KGB á
samskiptum stofnunarinnar og
Oswalds eftir morðið á Kennedy for-
seta — sem aftur þýddi, að hann
hafði fengið það verkefni að rannsaka
sína eigin meðferð á málinu.
Nósenkó hélt því fram, að hann
hefði verið í aðstöðu til að vita um
hvert það samband sem KGB hefði
haft — eða ekki haft — við Oswald í
fjögur ár, og úr því stúkusæti gat
hann hreinþvegið KGB af því að hafa
haft nokkur afskipti af honum.
Angleton var ekki reiðubúinn að
gleypa þvílíkar tilviljanir hráar.
ÞRETTÁNDA DEILDIN
Nósenkó lýsti því yfir, að sovéska
leyniþjónustan hefði aldrei yfírheyrt
Oswald. Þessu fannst Newton S.
Miier, yfirmanni gagnnjósna í deild
Angletons, einkar erfitt að kyngja.
Miler benti á, að 1959 var KGB að
endurskipuleggja njósnakerfið til þess
að reyna að sigrast á þvl tæknilega
forskoti, sem Bandaríkin höfðu fram
yfir Sovétríkin. Radartæknin var eitt
mikilvægt mál, og Oswald hafði gefið
sig út fyrir að hafa unnið við radar.
,,Að yfírheyra hann ekki.... er
órökrænt og brýtur í bága við það sem
vitað er um aðferðir KGB,” segir í
skýrslu Milers.
Þar að auki hafði Gólitsín skýrt frá
því í smáatriðum, að þegar um væri
að ræða flóttamann úr hernum eða
jafnvel einhvern, sem einhvern tíma
hefði verið í hernum, væri það
frumskylda þrettándu deildar fyrstu
miðefndar KGB að sjá um yfir-
heyrslur. Þrettánda deildin sá um
hermdarverk og launmorð á erlendri
gmnd, og átti þess vegna sérstakra
hagsmuna að gæta í pólitískum
flóttamanni, sem gæti gefið upp-
lýsingar og hugsanlega tekið þátt í
þess konar starfsemi.
Það er ekki hægt að segja annað en
að Oswald, sem þjónað hafði nærri
þrjú ár i bandaríska flotanum á flug-
eftirlitsstöðvum í Japan, á Filips-
eyjum, Formósu og í Kaliforníu, og
hafði hvað eftir annað lýst því yfir í
Moskvu, að hann væri fús til að láta
sovétmönnum í té bandarískt
hernaðarleyndarmál, væri girnilegt
herfang fyrir KGB. Þar að auki hafði
stofnunin haft allt ráð Oswalds í
hendi sér í Moskvu. Vitað var, að
hann hafði munnlega afsalað sér
þegnrétti frammi fyrir bandaríska
konsúlnum, höggvið á tengsl sín við
fjölskylduna heima í Bandaríkjunum
og geflð sig allslausan og fullkomlega
á vald sovéskum.
Angleton gat ekki skilið, hvers
vegna hann hefði þá ekki verið yflr-
heyrður og reynt að hafa allt upp úr
honum sem hann kynni að hafa
vitað.