Úrval - 01.05.1978, Qupperneq 99

Úrval - 01.05.1978, Qupperneq 99
LEYNDARMÁL LEE HAR VEYOS WALDS 97 sér nýju CIA skýrsluna, sá hann að til þess að trúa sögu Nósenkós, var nauðsynlegt að gleypa heila röð af tilviljunum: Þá tilviljun að Nósenkó, fyrsti maðurinn, sem CIA hafði fengið úr annarri miðnefnd KGB, reyndist vera sá sem hafði yflr- umsjón með gögnunum um Oswald, þá tilviljun að Nósenkó hafði verið valinn til að stjórna rannsókn KGB á samskiptum stofnunarinnar og Oswalds eftir morðið á Kennedy for- seta — sem aftur þýddi, að hann hafði fengið það verkefni að rannsaka sína eigin meðferð á málinu. Nósenkó hélt því fram, að hann hefði verið í aðstöðu til að vita um hvert það samband sem KGB hefði haft — eða ekki haft — við Oswald í fjögur ár, og úr því stúkusæti gat hann hreinþvegið KGB af því að hafa haft nokkur afskipti af honum. Angleton var ekki reiðubúinn að gleypa þvílíkar tilviljanir hráar. ÞRETTÁNDA DEILDIN Nósenkó lýsti því yfir, að sovéska leyniþjónustan hefði aldrei yfírheyrt Oswald. Þessu fannst Newton S. Miier, yfirmanni gagnnjósna í deild Angletons, einkar erfitt að kyngja. Miler benti á, að 1959 var KGB að endurskipuleggja njósnakerfið til þess að reyna að sigrast á þvl tæknilega forskoti, sem Bandaríkin höfðu fram yfir Sovétríkin. Radartæknin var eitt mikilvægt mál, og Oswald hafði gefið sig út fyrir að hafa unnið við radar. ,,Að yfírheyra hann ekki.... er órökrænt og brýtur í bága við það sem vitað er um aðferðir KGB,” segir í skýrslu Milers. Þar að auki hafði Gólitsín skýrt frá því í smáatriðum, að þegar um væri að ræða flóttamann úr hernum eða jafnvel einhvern, sem einhvern tíma hefði verið í hernum, væri það frumskylda þrettándu deildar fyrstu miðefndar KGB að sjá um yfir- heyrslur. Þrettánda deildin sá um hermdarverk og launmorð á erlendri gmnd, og átti þess vegna sérstakra hagsmuna að gæta í pólitískum flóttamanni, sem gæti gefið upp- lýsingar og hugsanlega tekið þátt í þess konar starfsemi. Það er ekki hægt að segja annað en að Oswald, sem þjónað hafði nærri þrjú ár i bandaríska flotanum á flug- eftirlitsstöðvum í Japan, á Filips- eyjum, Formósu og í Kaliforníu, og hafði hvað eftir annað lýst því yfir í Moskvu, að hann væri fús til að láta sovétmönnum í té bandarískt hernaðarleyndarmál, væri girnilegt herfang fyrir KGB. Þar að auki hafði stofnunin haft allt ráð Oswalds í hendi sér í Moskvu. Vitað var, að hann hafði munnlega afsalað sér þegnrétti frammi fyrir bandaríska konsúlnum, höggvið á tengsl sín við fjölskylduna heima í Bandaríkjunum og geflð sig allslausan og fullkomlega á vald sovéskum. Angleton gat ekki skilið, hvers vegna hann hefði þá ekki verið yflr- heyrður og reynt að hafa allt upp úr honum sem hann kynni að hafa vitað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.