Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
Nósenkó svaraði: ,,Mest af
tilviljun. KGB vildi ekki hafa hann í
Moskvu, og Minsk var valin af
handahófl.”
Hvers vegna var Oswald leyft að
ganga að eiga Marínu Prúsakóvu á
sama tíma og hann var þegar farinn
að undirbúia endurflótta sinn til
Bandaríkjanna?
Nósenkó yppti öxlum og svaraði:
,,Hún hafði þegar sýnt andsovésk
einkenni. Hún var ekki sérlega vel
gefin yfirleitt og því síður menntuð.
Sovétmenn voru fegnir að losna við
þau bæði.”
Nósenkó fullyrti með þónokkru
steigurlæti, að hvorki Oswald né
Marína hefðu nokkurn tíma verið
fengin til starfa fyrir KGB né heldur
hefði verið rætt við þau sem hugsan-
lega starfsmenn. Meira að segja,
bætti hann við, hafði sovéska
leyniþjónustan ekki einu sinni fyrir
því að yfirheyra Oswald þegar hann
kom til Rússlands, þar sem hann
hefði verið talinn , ,flöktandi og lítils-
igldur.”
CIA maðurinn sendi sögu
Nósenkós þegar í stað til aðalstöðva
bandarísku leyniþjónustunnar í
Langley í Virginíu. Hún var sérlega
mikilvæg. Forsetaskipuð nefnd til
rannsóknar á morðinu á Kennedy for-
seta, undir stjórn Earl Warren yfir-
dómara (almennt kölluð Warren-
nefndin) var að hefja yfirheyrslur
sínar.
Ef frásögn Nósenkós er rétt, var
þar komið vitni sem svarað gat
brennandi spurningum um ár
Oswalds í Sovétríkjunum. Svo Sovét-
rússneska deildin í CIA hófst þegar
handa að kanna sögu Nósenkós.
Þar voru nokkrar mikilsverðar
gloppur. Til að byrja með hafði
Nósenkó ekki lýst yfir að neitu leyti
lýsingu á rannsókn þeirri, sem telja
mátti fullvíst að KGB hefði sem
endranær gert í sambærilegum
tilvikum til þess að staðreyna viss
smáatriði í sögu þeirri, sem Oswald
bar á borð 1959, þegar hann sótti
fyrst um sovéskt ríkisfang. 1 öðmm
slíkum málum vissi CIA fyrir
.víst, að KGB lagði mikið á sig til að
kanna einlægni og áreiðanleik þeirra,
sem svipað var ástatt um og Oswald.
Þar að auki hélt Nósenkó þvl
fram, að fyrsta stjórnarnefnd KGB,
sem ber ábyrgð á öllum aðgerðum
sovéskra flugumanna og njósnum á
erlendri gmnd, hefði ekki einu sinni
haft nafn Oswalds á skýrslum sínum
fyrr en Oswald hringdi til sovéska
sendiráðsins í Mexikó City í október
1963. Þó vissi CIA af rannsóknum
FBI sem leitt höfðu í Ijós að við tvö
aðskilin tækifæri hafði Owald haft
samband við sovéska sendiráðið í
Washington fyrir ferð sína til
Moskvu. Samkvæmt frásögnum
annarra, sem flúið höfðu vestur fyrir
tjald frá sovésku leyniþjónustunni,
hefði fyrsta stjórnarnefnd KGB sjálf-
krafa fengið upplýsingar um þessi
tilvik, eins og tilvikið í Mexikó. Hvers
vegna minntist Nósenkó ekkert á
þau?