Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
A þeim tímum, er ofbeldi og kulda er veitt allt of mikil
athygli, gleymist gjarnan að til eru eiginleikar, sem
raunverulega eru þess virði að trúa á þá og taka þá sér til
fyrirmyndar.
GEFIÐ OKKUR HETJURNAR
AFTUR!
— WilliamJ. Bennett —
v!(- EGAR ég var barn, átci
‘T' ég margar hetjur. Sá sem
(•) ég man best eftir var
Gary Cooper sem aðal-
persónan í kvikmyndinni The Sherif.
Cooper var engan veginn sá, sem
fastast sló eða óheflaðastur var í
þessari mynd. Það voru aðrir eigin-
leikar, sem ég dáðist mest að. Ég
lærði ekki fyrr en seinna að túlka það
með orðum, sem það var kjarkur
hans, tilfinning fyrir öðrum og skyn
hans á því, hvað var þess virði að
þykja vænt um og vernda.
Þar sem fjölskylda mín og kennarar
mínir voru þeirrar skoðunar, að til
væri fólk, sem vert væri að taka sér til
fyrirmyndar, varð ég fyrir áhrifum af
býsna mörgum hetjum: Abraham
Lincoln, Ödysseifi, Florence
Nightingale, Madame Curie, Sir
Emund Hillary, og slðar Mutter
Curage, Sókratesi og Martin Luther
Kiing.
Öll áttu þau sameiginlegt göfug-
lyndi og skörungsskap. Þau tengdu
sínar eigin hugsjónir hærra
markmiði, einhverju sem krafðist
þolgæði eða persónulegra fórna, fast-
heldni eða samúð.
Smám saman rann það upp fyrir
mér, að hetjur og hetjueiginleikar
*r
Stytt úr Newsweek