Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 53
ÞAR SEM PIPARINN GRÆR
51
Indlands féll í skaut ponugalans
Vasco da Gama, sem kom til krydd-
hafnarinnar fornu Calicut 1498. Eftir
að da Gama fann þessa leið til Ind-
lands fylgdu önnur evrðpsk öfl
fljótlega á eftir, og piparverslunin tók
mikinn fjörkipp.
ENN ÞANN DAG í dag er hin
fornfræga Malabarströnd full af
minningum um kryddverslunina.
Verslunarmiðstöðin Fort Cochin ber
enn sama nafn og virkið, sem fyrsti
portúgalski landstjórinn reisti um sig.
Franskir sælkerar grundvölluðu
nýlendu sína 1 litla hafnarbænum
Mahé, þar sem flest götuskiltin eru
ennþá á frönsku. Og norðan við
Mahé skella bylgjurnar jafnt og þétt á
svörtum múrum Cannanorevirkisins,
þar sem breski landsstjórinn bjó eitt
sinn og tryggði sér friðsamlega þróun
piparviðskipta Austurindíska versl-
unarfélagsins.
Skammt frá bænum fagra,
Alleppey, heimsótti ég piparræktar-
manninn P. M. Mathew, en ætt hans
hefur ræktað pipar allt aftur á
fimmtándu öld. í útjaðri piparekru
benti Mathew á röð af trjám, sem til
að sjá voru grönn og mjög iaufguð.
Þetta voru þó ekki tré, heldur pipar-
teinungar. Hann sagði, að snemma í
febrúar væru teknir græðlingar af
afkastamestu piparplöntunum og
plantað út í frjósama, skuggsæla jörð.
Þegar fyrsta regnið fellur i maí eða
júní, hafa græðlingarnir skotið rótum
og eru hæfir til að planta þeim út við
rætur lifandi trjáa.
,,Ég nota tré með grófum berki til
að halda piparplöntunum mínum
uppi,” segir Mathew. „Pipar-
plöntur em eins og börn: Þær eru
aðgerðalitlar og latar meðan þær eru
nógu litlar, en fái þær réttan
stuðning, læra þær fljótt að halda sér
í tréð. Plantan ber ávöxt á þriðja ári
og heldur áfram í um það bil 60 ár.
Hver planta gefur um eitt kíló af
þurrkuðum pipar á ári.” Plönturnar
eru aðeins látnar vaxa í sex metra
hæð, því það verður að tína hvert
einasta ber með hendi. Það er tíma-
frek vinna, og hækkar piparverðið
verulega.
Þegar Mathew vill fá svartan pipar,
lætur hann tlna berin, meðan þau
em ennþá græn. Þau em síðan látin í
hauga og gerjast. Þegar berin em
gerjuð, em þau breidd út í sólina til
að þorna. Við það skreppa þau saman
og dökkna. ,,I hvítan pipar,” segir
Mathew, ,,tínum við fullþroskuð ber
og leggjum þau í rennandi vatn. Það
gerir ystu húðina mjúka, svo hún
strýkst auðveldlega af. Síðan er sólin
látin baka gráu kornin, þangað til
þau em orðin næstum hvlt.” Hvltur
pipar er mest notaðurí ljósa rétti, þar
sem svarti piparinn getur eyðilagt
útlit þeirra.
Þessu næst heimsótti ég Alleppey,
sem með bátaskurðum sínum ber
greinilegan keim af hollenskri borgar-
gerð. Þangað koma stórir sekkir af
pipar innan úr landi með hægfara