Úrval - 01.05.1978, Side 53

Úrval - 01.05.1978, Side 53
ÞAR SEM PIPARINN GRÆR 51 Indlands féll í skaut ponugalans Vasco da Gama, sem kom til krydd- hafnarinnar fornu Calicut 1498. Eftir að da Gama fann þessa leið til Ind- lands fylgdu önnur evrðpsk öfl fljótlega á eftir, og piparverslunin tók mikinn fjörkipp. ENN ÞANN DAG í dag er hin fornfræga Malabarströnd full af minningum um kryddverslunina. Verslunarmiðstöðin Fort Cochin ber enn sama nafn og virkið, sem fyrsti portúgalski landstjórinn reisti um sig. Franskir sælkerar grundvölluðu nýlendu sína 1 litla hafnarbænum Mahé, þar sem flest götuskiltin eru ennþá á frönsku. Og norðan við Mahé skella bylgjurnar jafnt og þétt á svörtum múrum Cannanorevirkisins, þar sem breski landsstjórinn bjó eitt sinn og tryggði sér friðsamlega þróun piparviðskipta Austurindíska versl- unarfélagsins. Skammt frá bænum fagra, Alleppey, heimsótti ég piparræktar- manninn P. M. Mathew, en ætt hans hefur ræktað pipar allt aftur á fimmtándu öld. í útjaðri piparekru benti Mathew á röð af trjám, sem til að sjá voru grönn og mjög iaufguð. Þetta voru þó ekki tré, heldur pipar- teinungar. Hann sagði, að snemma í febrúar væru teknir græðlingar af afkastamestu piparplöntunum og plantað út í frjósama, skuggsæla jörð. Þegar fyrsta regnið fellur i maí eða júní, hafa græðlingarnir skotið rótum og eru hæfir til að planta þeim út við rætur lifandi trjáa. ,,Ég nota tré með grófum berki til að halda piparplöntunum mínum uppi,” segir Mathew. „Pipar- plöntur em eins og börn: Þær eru aðgerðalitlar og latar meðan þær eru nógu litlar, en fái þær réttan stuðning, læra þær fljótt að halda sér í tréð. Plantan ber ávöxt á þriðja ári og heldur áfram í um það bil 60 ár. Hver planta gefur um eitt kíló af þurrkuðum pipar á ári.” Plönturnar eru aðeins látnar vaxa í sex metra hæð, því það verður að tína hvert einasta ber með hendi. Það er tíma- frek vinna, og hækkar piparverðið verulega. Þegar Mathew vill fá svartan pipar, lætur hann tlna berin, meðan þau em ennþá græn. Þau em síðan látin í hauga og gerjast. Þegar berin em gerjuð, em þau breidd út í sólina til að þorna. Við það skreppa þau saman og dökkna. ,,I hvítan pipar,” segir Mathew, ,,tínum við fullþroskuð ber og leggjum þau í rennandi vatn. Það gerir ystu húðina mjúka, svo hún strýkst auðveldlega af. Síðan er sólin látin baka gráu kornin, þangað til þau em orðin næstum hvlt.” Hvltur pipar er mest notaðurí ljósa rétti, þar sem svarti piparinn getur eyðilagt útlit þeirra. Þessu næst heimsótti ég Alleppey, sem með bátaskurðum sínum ber greinilegan keim af hollenskri borgar- gerð. Þangað koma stórir sekkir af pipar innan úr landi með hægfara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.