Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 63
61
dagkrafti, en hins vegar mjúka
mulningsþófa, sem flýttu því að
nýplægður akurinn yrði sánings-
hæfur.
Að starfi til er ég arkítekt og
kennari, að köllun þúsundþjala-
smiður. Ég hef óskaplegan áhuga á
því að vita hvernig hlutirnir vinna og
hvers vegna. Á ferðum mínum rekst
ég stundum á hluti eins og asna-
úlfalda eykið, og þeir minna mig, á,
að einföldustu lausnirnar eru oftast
nær þær bestu. Allt í kringum okkur
eru flóknar vélar og við eigum auðvelt
með að gleyma, að einföld rísskál
getur verið betur fallin til sinna
nota heldur en fínasti lúxusbíll til
sinna.
Franski rithöfundurinn og frum-
herji t póstflugi, Antoine de
Saint-Exupéry, sem einnig var
snjall flugv.erkfræðingur, sagði
mjög réttilega, að uppfínninga-
maðurinn viti, að hann hefur
fundið réttu lausnina, ,,ekki
þegar engu verður lengur bætt við,
heldur þegar ekkert er iengur hægt að
fjarlægja.”
Ég minnist þess, þegar ég stóð einu
sinni við Canal Grande í Feneyjum og
hvarflaði sjónum frá höllunum frægu
að gondólunum, sem ég ætlaði að
fara að sigla í, og tók eftir háum aft-
urstefninum, sem hallar sérkennilega
til vinstri. Fyrst þótti mér þetta
klossað, en þegar ræðarinn sté um
borð og kom sér fyrir í fullkomnu
jafnvæg, skildi ég að afturstafninn er
í rauninni aðdáanlega vel gerður.
hann vegur upp á móti þyngd
ræðarans og aflflutningnum frá löngu
árinni. Keipurinn er úr tré, en
fullkomin eftirlíking af mannsoln-
boga og gerir ræðaranum kleift að
leggja árina svo að segja eins og
honum sýnist, en það er nauðsynlegt
til þess að ráða við skarpar beygjurnar
í þröngum sundum Feneyjaborgar.
Ég er vanur að segja við nemendur
mína, að það að gefa einhverju form
og útlit sé nokkuð, sem öllum sé til
gagns og gleði. Enginn þarf til dæmis
að segja okkur, hvenær — við skulum
segja kaffibolli — gleður augað, eða
skeið fer vel í hendi. Sé þetta útfært 1
stærri mælikvarða, þarf venjulegur,
athugull ferðamaður heldur ekki að
hafa neina sérstaka þjálfun til að dást
að byggingafræðilegu meistaraverki
eins og basarhverfinu í Teheran, en
það er yfirbyggt göngusvæði, um
tveir og hálfur ferkílómeter að stærð.
Lýsingin kemur í gegnum lítil göt í
þakhvolfunum. Sá óþekkti arkítekt,
sem hefur upphugsað þessa aðferð til
þess að halda brennandi suður-
landasólinni úti, hefur skapað
snilldarverk. Það er ekki aðeins að
litlu opin veiti þægilega og milda
lýsingu, heldur verka þau jafnhliða
sem loftræsti- og kælikerfí, þvx loft
streymir með auknum hraða gegnum
opin eftir þvl sem þau eru minni og
lofthraðinn kælir loftið.
Það er vitaskuld einkum á
suðlægum breiddargráðum, sem
maður rekst á margháttaðar snjallar
lausnir á eilífu hitavandamálinu. Við