Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
Ameríkanar líta á allar erlendar þjóðir
sem eitthvað til að arðræna.”
Meðan þessu fór fram, hafði áfallið
af stroki Oswalds og möguleikanum á
því, að hann gæti Ijóstrað upp ein-
hverjum hernaðarleyndarmálum
meðal annars komið niður á radar-
hópnum, sem hann hafði verið með í
Kaliforníu. Delgado minntist þess,
að hópur dökkklæddra manna kom
þangað 1 nóvember og lagði undir sig
staðinn til að yfirheyra um Oswald.
Þegar röðin kom að Delgado, skaut
einn dökkklæddu mannanna til hans
stuttaralegunr spurningum um starf
hans í radarstöðinni, um vitneskju
hans um atferli Oswalds og sk'oðun
hans á hvers konar hernaðarleyndar-
málum Oswald hefði haft aðgang að.
Hópur annarra sjóðliða í sama hópi
minntust þess, að fyrir þá hefðu verið
lagðar sams konar spurningar og
hraðritarar tekið niður svörin. Engum
var sagt hvers vegna þessi yfírheyrsla
var gerð, og opinberar skýrslur um
hana eru týndar eða að minnsta kosti
ófáanlegar. FBI, flotinn, njósnara-
skrifstofa flotans, CIA og Rannsókna-
deild flughersins (sem bar ábyrgð á
öryggismálum á flugvellinum í
Atsugi) segjast ekki hafa þærí sínum
fórum eða hafa tekið þátt í þess háttar
rannsókn.
Gegnum starf sitt í Japan, á
Formósu, Filipseyjum og í Kaliforníu
gat Oswald hafa haft aðgang að
leyndarmálum varðandi flest alla
þætti Ioftvarna á Kyrrahafssvæðinu,
þar á meðal um hæðartakmörk
bandaríska radarsins, blindu svæðin
sem mynduðust af umferð á jörðu
niðri eða af truflunum í andrúms-
lofti, leynilega talstöðvatíðni, kall-
merki og dulmál sem notað var til að
vita hvaða flugvél væri að koma.
Hann gat líka hafa haft aðgang að
öllum öryggisreglum um breytingu á
dulmáli og ríðni, aðferðum til að
finna óvinaloftfar að vitneskju og
staðsetningu og flugþol flugvéla
bandaríkjamanna og bandamanna
þeirra á Kyrrahafssvæðinu.
í Atsugi hefði hann llka orðið vitni
að endurteknum flugtökum Race
Cars, U—2 flugvélarinnar, sem enn
var algert leyndarmál, og af því sem
hann sá sjálfur, vissi af radarnum og
af talstöðvasambandi við U—2 vélina
gat hann hafa komist að því hve hratt
hún hækkaði flugið, helstu sérkenn-
um hennar í flugi og flughæð
hennar. Hefði hann notið hæfilegrar
tilsagnar, hefði hann getað komist að
því hvernig búnaður hennar til að
rugla radar á jörðu verkaði.
Hægt var að breyta um tíðni, dul-
mál og annað þvíumlíkt, sem nú
mátti búast við að væri orðið gagns-
laust. En þær upplýsingar, sem
Oswald kynni að hafa aflað sér um
Race Car, skópu yfirvöldunum meiri
vanda.
26. nóvember sendi Oswald bróður
sínum langt og einkar vel skrifað
sendibréf, til að skýra ,,hvers vegna
ég og samverkamenn mínir, komm-
únistar, myndu gjarnan vilja sjá