Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
óstöðugleika sumra náttúrufyrirbæra.
Skot sem hleypt er af byssu getur
stundum komið af stað snjóflóði sem
leggur í rústir heilt þorp eða
einangrar heilan dal. Ástæða er til að
ætla að jarðskjálftar eigi upptök sín í
smáhreyflngum jarðlega sem em í ó-
stöðugu ástandi. Orsakakeðja liggur
um ailan lífheim okkar og tengir
saman lifandi og dauð fyrirbæri nátt-
úmnnar, sem öll hafa gagnkvæm
áhrif hvert á annað. Litil frávik frá
venjulegum sjávarhita geta til dæmis
neytt heilar fiskaþjóðir til að flytja sig
um hundmð eða þúsun mílna vega-
lengdir, burt fra frá heimahögum.
Orsakasamhengið í lífheiminum
og þau fyrirbæri sem upp koma i
umhverfinu fyrir áhrif manniegra at-
hafna, em mikilvæg viðgangsefni
nútlmavisinda. Tökum eitt dæmi.
Sem kunnugt er, tekur segulsvið
jarðarinnar við atómum og atóm-
mögnuðum eindum sem sólin varpar
frá sér og sem safnast saman á svo-
nefndum geislunarbeltum. Við
ákveðin skilyrði á sólinni verður afl
þessara einda í geislur.arbeltunum,
'svo og styrkur ýmissar útgeislunar í
geimnum, hættulegt fyrir geimfara. í
framdðinni getur þessi hætta einnig
náð til farþega hljóðfrárra flugvéla
sem fljúga í mikill hæð. í þessu
sambandi er nú starfrækt sérstakt
eftirlit sem fylgist með geislunar-
ástandinu í geimnum og veitir upp-
lýsingar um ástandið á sólinni og í
efstu lögum andrúmsloftsins, jafn-
framt því sem það spáir fram í
tímann, en slíkar spár em geimför
unum jafnnauðsynlegar og veður-
fréttir flugmönnum.
Þannig hafa fyrirbæri sem gerast í
efstu lögum andrúmsloftsins nú
fengið mikla hagnýta þýðingu. Eins
og fram hefur komið er 1 þessum
fyrirbærum tiltölulega lítið falið af
efni og orku. Þetta útskýrir við-
kvæmni þeirra fyrir öllum utanað-
komandi áhrifum og möguleikann á
að breyta þeim með tiltölul einföld-
um aðferðum. Fyrsta tilraun með
sprengingu lítillar atómsptengju ít í
geimnum, sem bandaríkin gerðu árið
’59, hafði í för með sér áþreifanleg-
ar breytingar á þessu svæði.
Sprengingin „sprautaði” viðbótar-
magni af atómum í geislunarbeltin
og jók þannig geislavirknina, breytti
rafeindasviðinu, tmflaði útvarps-
sendingar á stóm svæði og hafði
margt fleira í för með sér.
Breytingar á efstu lögum andrúms-
loftsins geta einnig haft aðra mikil-
væga afleiðingu. Langt er síðan farið
var að kanna sambandið milli
sólarinnar og veðurfarsins, það er
ástandsins í neðstu lögum andrúms-
loftsins. Enn er ekki ljóst hverning
þetta samband starfar. En líklegast
þykir að það eigi sér stað gegnum
efstu lög andrúmsloftsins. Þannig
gætu breytingar á þeim slóðum reynst
enn ein leiðin til að hafa áhrif á
veðurfar á jörðinni.
Erfitt er að gera sérí hugarlund alla
þá nýju möguleika, sem tækni- og
vísindaþróunin opnar okkur án afláts.