Úrval - 01.05.1978, Blaðsíða 77
75
fundust líka mitt á meðal okkar
sjálfra. Að nágrannar, vinir og jafnvel
fólk innan minnar eigin fjölskyldu
bjó yfir eiginleikum, sem kannski
voru þess virði að gera þá sér að
keppikefli.
Nýlega var gerð skoðanakönnun
meðal tvöþúsund bandarískra
háskólanema, sem leiddi í ljós, að
hetjur eru ekki lengur í tísku.
Algengasta svarið við spurningunni:
,,Hvern dáir þú mest?” var:
„Engan.” Önnur svör í þessari
rannsókn og öðrum tilsvarandi hljóð-
uðu upp á rokkstjörnur, mótorhjóla-
hetjur og ímyndaðar mannverur úr
vlsindareyfarakvikmyndum.
Sú sannfæring, að það sé óvið-
eigandi að eiga sér hetjur, — eða, það
sem er ennþá verra, að hetjur séu
yfirleitt alls ekki til, nema þá einhvers
konar and-hetjur — er hættuleg.
Hún veitir börnum öfúgverkandi
keppikefli, kemur í veg fyrir að þau
setji sér verðug markmið og spillir
trú þeirra á eigin gildi. Börn verða að
fá að vita, hvað er þess virði að líkja
eftir því, að virða og tigna Þess háttar
vitneskju er enginn fæddur með —
hún verður aðeins lærð og á að ganga
í arf frá kynslóð til kynslóðar. Enski
rithöfundurinn C.S. Lewis sá fyrir sér
afleiðingarnar af því, sem hér hefur
verið rætt um, þegar hann sagði:
„Hlutverk kennarans er ekki að ryðja
frumskóginn, heldur rækta upp
auðnina.”
Við höfum verið allt of niðursokkin
í „raunveruleikatækni” nútímans,