Úrval - 01.05.1978, Page 114

Úrval - 01.05.1978, Page 114
112 ÚRVAL „nét”, þegar þeir spurðu hann um eitthvað. Sumarið 1959 var Oswald orðinn svo vel þekktur sem rússneskunemi að einn félaga hans fékk hann til að hitta frænku sína, Rosaleen Quinn, flug- freyju frá New Orleans, af því hún var að læra rússnesku og búa sig undir að taka próf á vegum innanríkisráðu- neytisins. Þau hittust í kaffiteríu í Santa Ana og töluðu rússnesku saman í um tvo klukkuríma. Þótt hún hefði lagt stund á rússnesku í Berlitz skóla í meira en ár, fann hún að Oswald hafði miklu meira vald á málinu heldur enhún. Þetta sumar gerði Oswald Nelson Delgado að trúnaðarvini sínum. Þeir höfðu báðir áhuga á Fiedel Castro, sem hafði í byrjun þess árs náð völd- um á Kúbu. Delgado segir.að þegar hann lét fyrst í ljós ánægju með bylt- ingu Castros, hafí Oswald „sperrt eyrun”. I samræðum þeirra á milli kom það fram, að Oswald langaði mjög að komast til Kúbu og hjálpa Castro að þjálfa herinn. Oswald virtist eindregið þeirrar skoðunar, að Delgado gæti komið honum í samband við kúbana, og knúði á um það. Einu sinni, er þeir voru að störfum við radargæsluna, skrifaði Delgado á miða og rétti Os- wald: ,,Kúbanska sendiráðið, Washington, DC.” Fram að þessu hafði Oswald aðeins fengið fá sendibréf, en nú tók Del- gado eftir því að hann fór að fá póst oft í viku. Einu sinni, þegar hann var að róta í skáp Oswalds eftir hálsbindi, sem hann gæti fengið að „láni”, sá hannað minnsta kosti sum þessara bréfa voru frá kúbanska sendiráðinu. „Innsiglið fór ekki milli mála,” sagði hann. Um leið og Oswald fór að fá póst- inn frá kúbönum, fór hann að „búa sig uppá” og fara með Delgado til Los Angeles, hálfs annars tíma ferð með áætlunarbíl. Oswald sagðist vera að heimsækja kúbanska sendiráðið. Seint um kvöld, þegar þeir Delgado voru saman á vakt, „var hringt í mig frá varðhliðinu og mér sagt að gestur biði eftir Oswald við hliðið,” segir Delgado. „Hann hlýtur að hafa verið óbreyttur borgari; annars hefði honum verið hleypt inn. Ég varð að finna einhvern til að leysa Oswald af.” Um klukkustundu síðar átti Del- gado leið fram hjá hliðinu og sá þá Oswald í áköfum samræðum við frakkaklæddan mann. Delgado þótti skrýtið að nokkur skyldi vera í frakka á svona heitri nóttu í Kalifomíu. Þótt Oswald segði Delgado aldrei hver sá frakkaklæddi var, fékk Delgado það á tilfinninguna, að hann væri í ein- hverju sambandi við „kúbubissnis- inn”. Skömmu síðar spurði hann Oswald hvort hann hefði enn í hyggju að fara til Kúbu þegar hann hefði fengið lausn úr hernum. Oswald gretti sig, líkt og hann hefði ekki heyrt, og svaraði svo áhugalaust: „Þegar ég losna, ætla ég á skóla í Sviss.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.