Úrval - 01.05.1978, Page 52

Úrval - 01.05.1978, Page 52
50 ÚRVAL uppgötvuðu leyndardóm staðvind- anna frá og til Indlands. Arabarnir sigldu frá Arsinoe, sem nú heitir Súes, og Aela, sem nú heitir Elat, með suðvestanáttinni, sem rtkir frá apríl til október, út yfir Rauða- hafið. Úthafsferðin, sem tók 40 daga, hófst í Aden, lá yfir Indlandshaf til indversku hafnanna Muziris og Calicut. Þar lestuðu þeir kryddið og biðu norðvestan staðvindarins, sem átti að fleyta þeim heim á leið á ný. Um árið 40 uppgötvuðu grikkir líka staðvindana, og einokun arabakaupmannanna var aflétt. Þegar rómverjar komust undir áhrif grískrar menningar, fengu meira að segja gautarnir í norðurjaðri rómaveldis smekk fyrir kryddinu. Þeir fengu konung vestgauta, Alarik, sem sat um Rómaborg árið 408, til þess að krefjastl500 kílóa af pipar í sérskatt af rómverjum. (Pipar var á þeim tlma virði jafnþyngdar sinnar í silfri.) Svo auðfengin auðævi lokkuðu Alarik til Rómar aftur og aftur. Við þriðju aðförina í íg.-ist 410 féll borgin, og miðstöð rónn -rskrar menningar var flutt til Konstantínópel, sem við það varð miðstöð kryddverslunarinnar frá Indlandi. Margir þeirra, sem flúðu undan vestgautum Alariks, settust að 1 Genúu og Feneyjum, og um árið 1000 höfðu þessi blómstrandi verslunaríyðveldi komið sér vel fyrir sem milliliðir milli araba og Evrópu. Þegar Konstanrínópel féll tyrkjum í hendur 1453 lokaði ríki ósmanna verslunarleiðunum, sem Genúamenn og Feneyingar höfðu notað. Þar með neyddust evrópsku kaupmennirnir til þess að leita annarra leiða til ind- verska piparlandsins. Á þann hátt varð krafan um pipar til þess að hrinda á flot miklum könnunar- leiðöngrum. Portúgalar höfðu gert þvl skóna, að ef þeir gætu náð sjóleiðina til Ind- lands, myndi kryddgnótt Malabar- strandarinnar falla þeim I hendur. I þeirri von að ná undir sig verðmætum piparviðskiptanna voguðu por- túgalskir sæfarendur sér suður með Afríkuströnd, komust fyrir Góðra- vonarhöfða 1486 og sönnuðu þar með, að hægt er að komast sjóleiðina til Indlandshafs. Um leið vaknaði ímyndunaraflið hjá evrópskum furstum: Hægt var að sækja auð Malabarstrandarinnar og flytja hann á markað í Evrópu án þess að þurfa að faraí gegnum gríska milliliði. Þaðan í frá er listinn yfír hina miklu piparsóknara líkastur blárri bók sæfaranna. Kólumbus sigldi í vestur og uppgötvaði nýja heiminn 1492 fyrir Isabellu af Spáni, John Cabot hinn enski gekk á land í Norðurameríku 1497 og 1498, Pedro Alvarez Cabral fann Brasilíu og helgaði hana Portúgal árið 1500, og 22 árum seinna lauk eina skipið, sem komst heilt í höfn af leiðangri Magellans, fyrstu siglingunni um- hverfis heiminn. Heiðurinn af því að hafa um síðir fundið hina efdrsóttu sjóleið til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.