Úrval - 01.05.1978, Page 89

Úrval - 01.05.1978, Page 89
LEYNDARMÁL LEE HAR VEY OSWALDS 87 Loks var sú staðhæfing Nós- enkós, að Oswald hefði ekki einu sinni verið yfirheyrður, alger þver- stæða við það sem CIA hafði fastlega búist við — og byggði á fyrri reynslu — um það hvernig KGB tæki við pólitískum flóttamanni. INNAN CIA James Jesus Angleton, yfirmaður gagnnjósna hjá CIA, las skýrsluna um frásögn Nósenkós af miklum áhuga. Angleton var afskaplega holdskarpur, með silfurgrátt hár fyrir aldur fram og fínlega meitlað andlit, og hafði rit- stýrt ljóðatímaritinu Furioso áður en hann gekk í leyniþjónustuna. Hann hafði unnið í nánu sambandi við skáls á borð við Ezra Pound, T. S. Eliot og E. E. Cummings. Einkaáhugamál hans var að rækta sínar eigin hybrid- orkideur upp af fæi, en það tekur sjö ára þolinmóða bið áður en árangur- inn verður sjáanlegur. Það var á hans ábyrgð að vera á verði fyrir sérhverri tilraun erlendra njósnastofnana til þess að spilla áætlunum Bandaríkjastjórnar með því að veita rangar upplýsingar — sem sé koma á framfæri einhvers konar fölskum upplýsingum sem ætlaðar væru til þess að leiða stjórnina á villigötur eða hafa áhrif á gerðir hennar. Hvað þessu máli viðkom var það verkefni Angletons og starfsliðs hans að kanna upplýsingar Nósenkós í ljósi annarrar sovéskrar njósnastarf- semi. Þegar Nósenkó skaut fyrst upp kollinum í Genf 19 mánuðum áður höfðu upplýsingar hans verið metnar móti öðrum sönnunargögnum, þeirra á meðal sumra þeirra leyndustu og viðkvæmustu upplýsinga, sem CIA bjó yfír. Sú könnun, sem beindist að málum, sem voru Oswald algerlega óviðkomandi hafði vakið efasemdir, sem enn höfðu ekki verið lægðar. Eitt þeirra mála var um möguleika- na á því að njósnakerfi KGB hefði komið sér upp mönnum innan æðstu raða bandarísku leyniþjónustunnar. Það fyrsta, sem skaut upp kollinum í huga Angletons, þegar hann hafði lesið afrit af samtali CIA-mannsins og Nósnekos, var hvort þær upplýsingar, sem fram komu hjá Nósenkó, væru réttar, eða hvort þær væru tilraun til þess að taka vindinn úr rannsókn CIA á málinu. En á komandi vikum og mánuðum fór Angleton líka að hafa efasemdir um frásögn Nósenkós af lífi Oswalds í Bandaríkjunum. Þar leit líka út fyrir maðka í mysunni. Smám saman varð honum mestur þyrnir. í augum sú staðhæfing, að sovéska leyniþjón- ustuvélin hefði ekki yflrheyrt Oswald. ÖSK NÖSENKÓS UM að leita hælis vestan hafs kom líka við Richard M. Helms, sem var yfirmaður áætlanadeildar CIA og sá sem slíkur um að breiða felublæju yfir starf njósnaþjónustunnar. Hann er hávaxið glæsimenni, lágróma með stingandi augu, og hafði, þegar þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.