Úrval - 01.05.1978, Page 104

Úrval - 01.05.1978, Page 104
102 ÚRVAL þeim. Kofsjúk hafði raunar rætt stuttlega við hann 1957, en það var augljóst, að Andrey var ekki í þeirri aðstöðu að geta orðið að nokkru gagni. Frá bæjardyrum CIA séð gerði af- hjúpun Andreys málið bara enn flóknara. Samkvæmt framburði Gólitsíns hafði Kofsjúk lagt á sig sér- staka ferð til Bandaríkjanna til þess að hitta sérlega mikilvægan njósnara. Við nánari könnun kom í ljós, að ekki hafði verið haft samband við Andrey fyrr en löngu eftir komu Kofsjúks. Þegar gengið var á Nósenkó með þetta, sagði hann að Kofsjúk hefði verið lengi að hafa uppi á Andrey. En einföld könnun sýndi, að nafn hans, heimilisfang og símanúmer var í símaskránni. Það sýndist fjarstæða, að jafn mikilvægur maður og Kofsjúk færi að flandra alla leið til Washington til þess eins að hitta í svip fyrrverandi hermann, sem engan veginn gat talist mikilvægur. En ef Andrey var ekki sá hátt setti maður innan leyniþjónust- unnar, sem Gólitsín hafði varað við, hver var það þá? Þýddi þetta, að sovétmenn hefðu með góðum árangri smeygt flugumönnum sínum í leyni- þjónustu Bandaríkjanna — eins og bæði bresku og þýsku leyniþjónust- una — allt frá stríðslokum? Nú vofði alvarlegt hneykslismál bæði yfír CIA og FBI. ÖSVARAÐAR SPURNINGAR 24. júní 1964 fór Helms fram á einkasamtal við Warren yfirdómara. Þeir hittust í fundarherbergi 1 húsi fyrrverandi hermanna. Samþykkt var að engin fundargerð eða minnisatriði væru skrifuð og engin vitni skyldu viðstödd. Umræðuefnið varð að vera ríkisleyndarmál, sagði Helms. Warren kinkaði kolli til samþykkis. Fram til þessa hafði Warren og nefnd hans aðeins fengið mat FBI á Nósenkó. Nú skýrði Helms fyrir honum, að uppi væru tvær kenningar um Nósenkó. Önnur teldi að hann væri einlægur flóttamaður og honum mætti trúa hvað Oswald snerti. Hin áliti að Nósenkó væri flugumaður sovétmanna með fyrirmæli frá KGB um að villa um fyrir nefndinni hvað snerti atferli Oswalds í Sovétríkjun- um. Hann sagði að CIA gæti ekki fullyrt með vissu hvor þessara kenn- inga væri rétt og vera kynni, að úr því fengist ekki skorið, fyrr en eftir að Warrenskýrslan kæmi út. Það leyndi sér ekki, að þetta kom Warren úr jafnvægi. Hann spurði um skýrsluna frá Hoover, þar sem ekki væri minnst á þessi tvímæli. Helms flýtti sér að svara, að hann gæti aðeins talað fyrir hönd CIA. Nú varð löng þögn. Svo sagði Warren, sem greinilega var þreyttur og illa fyrir kallaður vegna þeirra aukastarfa, sem skipun hans í nefnd- ina krafðist, að hann myndi taka það til athugunar, sem Helms hefði sagt honum. Svo varviðtalinu lokið. Seinna sama dag hélt nefndin fund að boði Warrens til þess að ræða þann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.