Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 10

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Síða 10
eiga að fara eftir inntaki hans, en það snýst um viðeigandi vernd fyrir börn og virð- ingu fyrir þeim. Gunnar og Halla varpa fram áleitnum spurningum um hlutverk kennara í túlkun sáttmálans og siðferðileg ágreiningsmál sem upp geta komið. Brynjar Ólafsson, Gísli Þorsteinsson og Ossi Autio skrifa grein um grunnskóla- starf. Greinin heitir Viðhorf grurtnskóla- nemenda á Islandi og í Finnlandi til tækni og námsgreinarinnar hönnunar og smíði. Þar eru borin saman mismunandi gildi í löndunum tveimur varðandi viðhorf til kennslugreinarinnar hönnunar og smíði. í Finnlandi hefur þessi kennslugrein fyrst og fremst það hlutverk að stuðla að al- hliða þroska ungmenna, en á íslandi hefur áherslan færst yfir á hönnun, nýsköpun og tækni. Viðhorf nemenda í löndunum tveimur til kennslugreinarinnar eru borin saman og viðhorf þeirra íslensku reynast mun jákvæðari. Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir og Ester Helga Líneyjar- dóttir skrifa um grunnskólastarf í grein sinni Viðhorf til samþættingar skóla- og fri- stundastarfs í fjölmenningarskóla. Þar var athugað hvernig það hafði reynst að sam- þætta skólastarfið og frístundastarfið þar sem 70% nemenda höfðu íslensku sem annað mál. Fram komu jákvæð áhrif af samþættingunni og að hún hefði á virkan hátt stuðlað að fjölmenningu í skólanum. Þó þyrfti að skýra betur hlutverk þeirra sem að þessu standa til að sem bestur ár- angur náist. Víðar er þó verið að mennta fólk en í grunnskólum. Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson skrifa grein sem heitir Gæði og gagnsemi náms í tóm- stunda- og félagsmálafræði. Rannsókn meðal brautskráðra nemenda 2005-2012. Nemend- ur úr tómstunda- og félagsmálafræði fara margir til starfa í grunnskólum, en starfs- vettvangur þeirra er þó mun víðari en það. Reynt var að ná til sem flestra af þeim sem útskrifast hafa úr náminu síðan árið 2005. Heildarniðurstöður eru að nemendur telja námið hafa verið bæði gott og gagnlegt fyrir sig, en þeir komu þó fram með ýmsar ábendingar um að bæta það enn. Háskólakennarar sem mennta aðra kennara og starfsfólk til annarra starfa sem krefjast háskólaprófa þurfa að kunna til verka svo að kennsla þeirra nýtist sem best. Um þetta skrifar Sigríður Halldórsdóttir greinina Kenning um hinn góða háskólakenn- ara: Hvaða eiginleika ogfærni þurfa góðir há- skólakennarar að hafa? Ein af niðurstöðum Sigríðar er að háskólakennarar þurfi að hafa færni á sjö sviðum: samskiptafærni, kennslufærni, umhyggjufæmi, tilvistar- færni, siðferðilega færni, færni í að efla há- skólanema og fæmi í ígrundun og sjálfs- rækt. Hér er verið að leggja í hendur kennur- um og skólafólki ýmislegt sem ætti að geta hentað til að létta þeim störfin og gera þau markvissari. Ritnefnd Timarits um mennta- rannsóknir vonast til að þessar rannsóknir gagnist þeim sem þurfa á þeirri vitneskju að halda sem hér er lögð fram. Loks eru hér færðar kærar þakkir þeim sem komið hafa að útgáfunni; ritnefnd, ritrýnum, yfir- lesumm, höfundum, umbrotsmanni og Háskólaútgáfunni. Sigurlína Davíðsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.